Saga - 2001, Page 198
196
HERMANN PÁLSSON
Hávarðar saga ísfirðings segir frá öldruðum kotbónda sem
drepur sonarbana sinn, Þorbjöm goða, mikinn ójafnaðarmann.
Slík úrslit þykja með eindæmum, enda verður Steinþóri á Eyri að
orði: „Hefir þetta meir gengið eftir málaefnum en líkindum." Síð-
ar í sögunni drepa tveir snauðir piltar, tíu og tólf ára gamlir, föð-
urbana sinn, Hólmgöngu-Ljót, sem var einnig hirm mesti ójafnað-
armaður. Um þetta víg segir Gestur hinn spaki: „Gekk það eftir
málaefnum að tvö böm skyldu drepa þvílíkan kappa sem Ljótur
var."46
Rétt eins og Kolbeinn ungi á Örlygsstöðum, þá treystir frelsis-
hetjan Júdas Makkabeus í Gyðinga sögu réttum málstað sínum:
„Vér eigum málaefni miklu betri en þeir, því að vér verjum líf vort
og lög."47 Eftir að Þórir Helgason hefur skorað Guðmund ríka á
hólm í illmælisdeilu þeirra, þá ætlar Guðmundur að berjast þótt
hann væri langtum lélegri einvígismaður en Þórir: „Ætla ég að
hamingja og góð málaefni munu skipta með okkur hólmgöng-
unni."48
Þegar þræll Steinars á Ánabrekku hefur í hótunum við Þorstein
á Borg um beitingar í landi hans, þá lætur Þorsteinn hvergi bug-
ast: „Vænti eg að mikið skili hamingju okkra svo sem málaefni eru
ójöfn."49 Gunnar á Hlíðarenda er sannsýnn og réttlátur, og þegar
Njáll segir að hann muni jafnan eiga hendur sínar að verja, svarar
Gunnar að þá væri undir því að „að eg hefði málaefni góð."50
í bláum kyrtli
Hér að framan var hermd lýsing Sturlu á búnaði Sighvats á göngu
suður gerðið á Örlygsstöðum: „Hann var í bláum kyrtli og hafði
stálhúfu á höfði, en öxi foma og rekna í hendi er Stjarna hét." Síð-
ar í íslendinga sögu51 bregður Sturla upp svofelldri mynd af Oddi
Þórarinssyni rétt fyrir fall hans í Geldingaholti hinn 14. janúar
46 Hávarðar saga ísfirðings, bls. 333,353-54.
47 Gyöinga saga, bls. 21.
48 Ljósvetninga saga, bls. 40.
49 Egils saga Skallagrímssonar, bls. 280.
50 Brennu-Njáls saga, bls. 84.
51 íslendinga saga, bls. 515.