Saga - 2001, Side 199
Á ÖRLYGSSTÖÐUM
197
1255: „Oddur hljóp út úr dyrunum. Hann hafði sverð og skjöld og
stálhúfu. Hann var í grænum kyrtli." Snorri Sturluson lýsir bún-
aði Óðins í ragnarökum svo: „Ríður fyrstur Óðinn með gullhjálm
°g fagra brynju og geir sinn, er Gungnir heitir." Feigur leiðtogi fer
til orrustu vel búinn að vopnum og klæðum, glæsimennska
hrekkur þó skammt til að bæta fyrir gæfuleysi garps.
Einföldum en glöggum myndum af slíku tagi er víða brugðið
UPP í fomritum, og nú skal fyrst drepa á Svínfellinga sögu sem
rekur feigðarför Ormssona um Síðu:
Sæmxmdur reið þeirra fyrstur. Hann var í hálflitum kyrtli, rauð-
um °g grænum, og hafði kastað yfir sig söluvoð, og vom sam-
an saumaður jaðrarnir, því að þoka var myrk ákaflega og hraut
úr af vætu, og stálhúfu á höfði og gyrður sverði, buklara á söð-
ulboga. Guðmundur, bróðir hans, reið næst honum. Hann var í
bláum kyrtli og hafði yfirhöfn stríprennda. Hann reið við al-
væpni.52
Sturla dregur upp tvær myndir af búnaði Gissurar Þorvaldssonar,
°g er hin fyrri úr Flugumýrarbrennu. Þegar reykur og svæla eru
larin að þjarma að svo að um munar, þá leitar hann sér fróunar
1 anddyri um stund. „Og er Gissuri hafði heldur svalað, þá var
honum það í hug að hlaupa eigi út. Hann var í línklæðum og í
hrynju, stálhúfu á höfði, sverðið Brynjubít í hendi."53 Síðari mynd-
m er úr hefndarför hans um Eyjafjörð, og verður hennar minnst
vonum bráðar: „Svo er sagt að Gissur reið svartblesóttum hesti, þá
er þeir riðu upp eftir Eyjafirði. Hann var vopnaður vel, í blárri
kápu var hann og kálfskinnsskúar loðnir á fótum, því að frost
mikið var og kuldi."54
Klæðaburður og vopna gáfu stundum í skyn hugarfar manns,
SVo sem hermt er um Valla-Ljót: „Það var til marks hversu honum
h’kaði: Hann átti tvennan búnað, bláan kyrtil stuttan og öxi snag-
hymda, og var vafið járni skaptið. Þá var hann svo búinn er víga-
hugur var á honum. En þá er honum líkaði vel hafði hann þá
hrúnan kyrtil og bryntröll rekið í hendi."55 Menn þurfa því lítt að
52
53
54
Svínfellinga saga, bls. 98.
íslendinga saga, bls. 490.
Sama rit, bls. 244-45.