Saga - 2001, Side 201
Á ÖRLYGSSTÖÐUM
199
Hreysti ungra Vatnsfirðinga í Hundadal og þeirra Sturlunga á
Orlygsstöðum sem bíða öxar föður síns í böðuls höndum hefur
löngum verið við brugðið, og enginn þarf að lasta efstu stundir
Þórðar Andréssonar. „Geirmundur þjófur hjó á háls Þórði með öxi
þeirri er Gylta var kölluð. Gissur jarl þreifaði í sárið og bað hann
höggva annað, og svo gerði hann. Lét Þórður þar líf sitt tveim
nóttum fyrir Mikjálsmessu."61 Þó þykir mér rétt að velja enn aðra
aftöku til dæmis, enda var Sturlu kunnugt um að henni hafði ver-
ið lýst með öðru móti en honum þótti sannlegt.
Kolbeinn grön Dufgusson, frændi Sturlu Þórðarsonar, tók þátt í
Hugumýrarbrennu, og því var skiljanlegt að Gissur vildi reka
harma sinna á honum. En áður höfðu Kolbeini verið gefin grið á
Odygsstöðum, og auk þess var hann í hópi þeirra manna sem
tóku þátt í ráðinni aðför að Gissuri árið 1252, en þá var Ölfusá í
leysingu svo að þeir komust ekki austur yfir og ekkert varð af
arasmni á Gissur. Þegar Gissur kemur norður í Eyjafjörð er Kol-
heinn staddur á Espihóli, og fannst þar í stofu af því að grænt
kyrtilsblað hans sást þar undan tjaldi; þar var hann tekinn og
leiddur út:
Kolbeinn beiddist prestsfimdar. En þeir gáfu að því engan
gaum. Þótti þeim þar fangs von af frekum úlfi, er hann var, ef
nokkuð undanbragð yrði.62 Og er Gissur sá Kolbein, brá hann
sverðinu Brynjubít og þótti eigi svo skjótt unnið á Kolbeini sem
kulda. Um skyldleika með lýsingum á aftökum þeirra Tuma á Hólum og
Hluga í Drangey, fjalla ég í greininni „Landnyrðingur á Skagafirði", bls.
75-102.
H íslendinga saga, bls. 534.
62 Málshættinum Fangs er von affrekum úlfi bregður fyrir á nokkrum stöðum
1 fornritum, m.a. í tveim sögum af Vesturlandi. Honum er yfirleitt beitt
um hættulegan andstæðing. f Eyrbyggju notar Snorri goði hann um Bjöm
Breiðvíkingakappa: „Og er því fangs von af frekum úlfi, er hann er, ef
hann fær eigi þann áverka í fyrstunni, er honum vinnst skjótt til bana."
Eyrbyggja saga, bls. 133. - í Laxdælu beitir Jómnn málshættinum um Hrút
°g varar þá bónda við honum: „því að þar er fangs von af frekum úlfi."
Laxdæla saga, bls. 48. - í Reginsmálum notar Reginn það um Sigurð,
sem síðar var kallaður Fáfnisbani: „og er mér fangs von af frekum úlfi."
Finnur Jónsson, De Gamle Eddadigte, bls. 235. - Orðtakið er einnig í Ey-
'nundar þætti, Flateyjarbók II, bls. 215.