Saga - 2001, Page 210
208
GUNNAR SVEINSSON
við Seyðisfjörð og síðar í Seyðisfjarðarkaupstað. Þar eystra voru
rætur hans, en Gunnar hafði mikinn áhuga á fróðleik, sem tengd-
ist Seyðisfirði, og starfaði um skeið í menningarnefnd Seyð-
firðingafélagsins og lagði því lið með erindaflutningi á félags-
fundum.
Árið 1942 fluttist Gunnar með foreldrum sínum til Reykjavíkur.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947
og mag. art. prófi í íslenzkum fræðum í Háskóla Islands árið 1955.
Fjallaði lokaritgerð hans um íslenzkan skólaskáldskap 1846-82.
Að námi loknu starfaði hann við skrifstofu- og útgáfustörf og
kertnslu til ársins 1958, en var lektor í íslenzku við háskólana i
Osló og Björgvin árin 1958-61. Þá var hann styrkþegi Vísinda-
sjóðs á árunum 1962-63 við rannsóknir á verkum Gunnars Páls-
sonar skálds. Gunnar varð skjalavörður á Þjóðskjalasafni Islands
í ársbyrjun 1964 og vann þar til ársins 1996, er hann lét af störf-
um vegna aldurs. Síðustu æviárin fékkst hann við ýmiss konar
fræðistörf.
Meginviðfangsefni Gunnars í Þjóðskjalasafni var skráning og
frágangur skjalasafna úr stjórnsýslunni gömlu, t.d. skjalasafns
Vesturamtsins. Framan af árum vann hann mikið við afgreiðslu-
störf á lestrarsal, en þá gat hann samhliða unnið að prófarkalestri
á Alþingisbókum íslands, enda kom hann út fimm bindum á ár-
unum 1967-73, en annars var sú útgáfa tómstundavinna. Síðustu
árin í safninu vann Gunnar meðal armars að undirbúningi á út-
gáfu yfirréttardómanna og einnig eftir formleg starfslok.
Fræðaáhugi Gunnars var mikill og margháttaður. Á yngri áruiu
fékkst hann mjög við skáldskap ættingja síns, Kristjáns Jónssonar
Fjallaskálds, og kannaði feril hans, en báðir voru þeir Keldhverf-
ingar að uppruna. Föðursystkini Gunnars voru fædd ekki löngu
eftir dauða Kristjáns og höfðu upplýsingar um æviþætti hans fra
þeim, sem voru honum nákomnastir. Ekki varð þó af útgáfu-
Hins vegar gaf Gunnar út bréf Gunnars Pálssonar, sem var eitt
þekktasta skáld 18. aldar, og skýringar við þau. Urðu það tvo
væn bindi, en til þeirra starfa fékk hann a.m.k. tvisvar sinnuiu
rartnsóknarleyfi og loks að ljúka útgáfu síðara bindis í vinnutíma-
Áður hafði komið til tals, að Gunnar gæfi út kvæði nafna sius-
Vann hann að því um nokkurt skeið og mun hafa dregið sarnau
allan skáldskap Gunnars Pálssonar. Var auðfundið, að Gunnan