Saga - 2001, Page 220
218
RITFREGNIR
Að auki hefur verið bætt nýju efni í flesta kaflana og er gerð lauslega grein
fyrir viðbótunum í kaflanum: Skrá um breytingar og viðbætur (bls. 521-28).
Þá er í bókinni endurgerð á svarthvítum ljósmyndum af kumlum sem
voru í frumútgáfunni. í stað svarthvítra ljósmynda af gripum eru komn-
ar litmyndir. Auk eldri teikninga af kumlum eru í bókinni nýjar teikning-
ar af mörgum gripanna og yfirlitskort í lit.
Endurútgáfa rits sem Kumla og haugfjár felur í sér mikla vinnu. Er
greinilegt að lagður hefur verið metnaður í að gera bókina vel úr garði,
meðal annars með því að birta litmyndir af gripunum, með gerð yfirlits-
korta í lit og eins með nýjum teikningum af gripum.
Efni Kumla og haugfjár er það umfangsmikið að ómögulegt er að gera
grein fyrir því öllu í stuttri umsögn. Hér verður því aðeins imprað á
nokkrum þáttum varðandi endurútgáfuna. Við endurútgáfu fræðirits,
sem á að nýtast áfram sem heimildarrit, verður að ganga þannig frá texta
að ekki fari á milli mála hvað er frumtexti og hvað viðbót. Reyndar skrif-
ar ritstjóri í formála (bls. 17) að meginreglan sé að hreyfa sem minnst við
upphaflegum texta, en gera helstu breytingar þannig úr garði að hver sem
lesi bókina geri sér ljóst hvar um viðbætur eða önnur frávik frá frumtexta
er að ræða. Jafnframt er nefnt að af fagurfræðilegum ástæðum hafi verið
ákveðið að merkja ekki viðbætumar á áberandi hátt.
Þrátt fyrir að gerð sé grein fyrir breytingunum að hluta í skránni á bls.
521-28, þá er það svo lauslega gert, að ómögulegt er að átta sig á hvar inn-
skotstextinn byrjar eða endar, nema með samanburði beggja útgáfna. Því
er erfitt fyrir aðra en kunnuga að átta sig á hvað er frá Kristjáni komið og
hvað frá Adolfi. Tel ég þessa textameðferð verða til þess að rýra heimild-
argildi bókarinnar. Æskilegra hefði verið að taka ekki tillit til fagurfræð-
innar en gera í staðinn nákvæmlega grein fyrir öllum breytingum með
breyttu letri eða neðanmálsgreinum.
í endurútgáfunni hefur verið breytt ýmsum þáttum varðandi uppsetn-
ingu bókarinnar, þar á meðal í kaflanum Kumlatal (bls. 39-251). í fmm-
útgáfunni voru safnnúmer gripanna höfð í upphafi hvers kumlaþátt-
ar (1. útg., bls. 25-193). Frá þessu hefur verið horfið í 2. útgáfu og safn-
númerið sett í heimildaskrá í lok hvers þáttar. Þetta er mjög miður, því
það er til mikils hægðarauka að hafa safnnúmerin í upphafi, eins og í
fumútgáfunni, þegar unnið er við rannsóknir á gripunum sem bókin fjall-
ar um.
Grundvöllur þess að hægt sé að finna og skoða gripina, sem vísað er til
í ritinu, er að færa safnnúmerin inn með hverjum grip fyrir sig. Það vill
verða misbrestur á þessu (sjá t.d. bls. 45,102,219). Eins er skráningamúm-
er sem gripurinn fékk við komuna í safnið látið halda sér í stað þess að
færa inn eiginlegt safnnúmer gripanna (t.d. sverð frá Ásólfsstöðum, bls.
329). Þá eru ekki alls staðar taldir upp allir gripir úr kumli, svo sem örtn-
ur perlan úr Þórisárkumlinu (Eyrarteigskumlinu), (sbr. bls. 231-32).