Saga - 2001, Page 221
RITFREGNIR
219
Víða hafa verið gerðar breytingar varðandi heimildir Kristjáns án þess
að gerð sé grein fyrir ástæðum þess. Eins hefur verið bætt inn heimildum
í annars óbreyttan texta Kristjáns. Þannig hefur heimild sem Kristján
nefnir safnaukaskrá verið breytt í kumlatali, þannig að þar er í staðinn vís-
að til safnnúmera (1. útg., bls. 25-193 og 2. útg., bls. 39-251). Kristján vísar
víða í safnaukaskrárnar (t.d. bls. 57, 412) og er það látið halda sér í endur-
útgáfunni, en safnaukakrár sjást þar ekki meðal heimildarrita. Safnauka-
skrámar eru bækur sem gripir Þjóðminjasafnsins voru lengi vel skráðir í
þegar þeir komu inn í safnið. Jafnframt er heimildum víða bætt inn í
heimildaskrá Kristjáns, þótt heimildin sé ekki nýtt í textanum, svo sem
grein Teits Jónssonar og Ingólfs Eldjáms um Grásíðumann (bls. 210) og rit
Sveinbjöms Rafnssonar um byggðaleifar í Hrafnkelsdal og Brúardölum
(bls. 217).
Á bls. 27 í frumútgáfunni nefnir Kristján að hann kenni fundi yfirleitt
við nöfn jarða sem þeir fundust á. En hafi fundir í fyrri skrifum verið
kenndir við ömefni en ekki nöfn jarðanna, þá hefur hann haldið þeim
hætti. Þessi regla er ekki virt í endurútgáfunni þegar breytt er nafni
kumlsins sem fannst við Þórisá í Skriðdal, þ.e. Þórisárkumlsins, í Eyrar-
teigskuml. Það hafa þegar verið birtar greinar um kumlið, hérlendis og
erlendis, þar sem fjallað er um það sem Þórisárkumlið (sjá t.d. heimilda-
skrá bls. 232).
Myndefni í 2. útgáfu er yfirleitt gott. Ljósmyndir hafa flestar prentast
vel og eru svarthvítu myndirnar mun skýrari en í 1. útgáfu ritsins. Þó hafa
margar myndanna verið smækkaðar fullmikið. Á þetta einkum við um
svarthvítar ljósmyndir af kumlum, sem fylgdu ffumútgáfunni (t.d. bls. 122).
Þetta gildir einnig um einstaka litmyndir af haugfé, sem annars eru mjög
góðar (t.d. bls. 49,179, 247).
Þá hafa orðið nokkur meinleg mistök varðandi myndaritstjóm. Til
dæmis hefur sverði frá Öndverðarnesi á Snæfellsnesi verið raðað rangt
upp við myndatöku. Þannig eru hjöltu orðin að brandi og brandur að
hjalti (bls. 107). Þá er á bls. 411 mynd af klébergsgrýtu úr Þórisárkumlinu
(Eyrarteigskumlinu) og hún sögð vera metaskál úr bronsi frá Komsá.
Þetta eru atriði sem ritstjóri hefði átt að átta sig á við endanlega yfirferð
bókarinnar.
Yfirlitskortin eru til þæginda og fyrirmyndar. Þau eru skýr, prentuð í
góðum litum og auðvelt að átta sig á þeim. Jafnframt er kápa bókarinnar
smekklega gerð. Teikningar af gripum í 2. útgáfu eru afar áferðarfallegar.
Það gildir það sama um þær og ljósmyndirnar, að margar þeirra eru full-
mikið smækkaðar. Þannig verða myndir 309-10 á bls. 391 of smáar til að
hægt sé að bera gripina saman. Þá er teikning af hringprjóni á bls. 378
(282. mynd) það lítil að ómögulegt er að sjá mynstrið á prjóninum.
Þegar teikningamar eru athugaðar nánar má sjá að þær eru margar full
ónákvæmar. Þannig skortir á að hlutföllin í mynstrum séu nákvæm, jafn-