Saga - 2001, Blaðsíða 224
222
RITFREGNIR
en full ástæða hefði verið til þess, vegna þess að um er að ræða eina af að-
ferðunum við kumlarannsóknir. Er niðurstaðan í Þórisárkumlinu reyndar
til komin vegna norræns verkefnis sem unnið er að og beinist að aldurs-
greiningu hesta- og mannabeina úr kumlum. Þá er hvergi minnst á að-
ferðir sem notaðar hafa verið við rannsóknir á málmgripum úr kumlum,
svo sem röntgenmyndatöku, þótt reyndar sé vísað í þess háttar rannsókn-
ir í aftanmálsgreinum (sjá aftanmálsgrein 106, bls. 502 og aftanmálsgrein
113, bls. 503). Þá sakna ég þess að ekkert skuli vera fjallað um rannsóknir,
á þeim ritheimildum sem tengjast efninu undangenginna 45 ára.
Það er vissulega gott að fá öll kuml landsins færð saman inn í eina bók
með góðum yfirlitskortum og skýrum ljósmyndum, en útgefandi hefði átt
að gefa sér lengri tíma til að vinna úr efninu og losna þá að minnsta kosti
við óþarfa mistök sem sitja eftir í endurútgáfunni. En frumútgáfan stend-
ur fyrir sínu og er eftir sem áður grundvallarrit um íslenskar fornleifar.
Kristín Huld Sigurðardóttir
Hörður Ágústsson: ÍSLENSK BYGGINGARARFLEIFÐ
II. VARÐVEISLUANNÁLL 1863-1990-VERND-
UNARÓSKIR. Húsafriðunarnefnd ríkisins. Reykjavík
2000. 415 bls. Viðaukar, myndir, teikningar, nafnaskrá,
atriðisorðaskrá, húsaskrá (fyrir I og II bindi), efnisút-
dráttur á ensku.
íslensk byggingararfleifð II er seinna bindi húsagerðarsögu Harðar Ágústs-
sonar listmálara, hönnuðar, kennara og sérfræðings um íslenska bygging'
arsögu. Hið fyrra kom út fyrir tveimur árum og fjallaði um sjálfa húsa-
gerðarsöguna (sjá ritfregn í Sögu 1999) á meðan annað bindið, sem hér er
til umfjöllunar, er varðveisluannáll húsa sem gerð hafa verið upp eða
varðveitt fyrir tilstuðlan opinberra aðila með húsvernd að leiðarljósi- í
formála að fyrsta bindi verksins kemur fram að þessi tvö bindi eru hugs-
uð sem ein heild. Varðveislusaga íslenskra bygginga er þráðurinn sem allt
snýst um. í fyrra bindi verksins er rakin húsagerðarsagan frá 1750 til 1940,
og í því seinna varðveisluannáll byggingararfsins frá 1863 og fram til
1990.
Síðara bindi húsagerðarsögunnar skiptist í þrjá aðalþætti. í fyrsta lag1
er gerð grein fyrir lögum og reglum um húsvemd í landinu fram til 1990,
auk þess sem erlendar lykilsamþykktir um húsverndarmál eru birtar i
viðauka. í varðveisluannál eru beinlínis raktar upplýsingar um öll hús á Is'
landi sem gert hefur verið við út frá húsverndarsjónarmiði frá stofnun
Forngripasafnsins 1863, sem síðar varð Þjóðminjasafnið, og fram til ársins