Saga - 2001, Page 226
224
RITFREGNIR
ónákvæmar eða að innbyrðis misræmi sé í því innan bókarinnar. Aðal-
stræti 10 mun vera byggt 1762 en ekki 1765 (bls. 353) og árið sem torf-
kirkjan var reist á túni Árbæjarsafns er ýmist sagt vera 1960 eða 1961 (bls.
315, 353). Auk þess má nefna að byggingarár Hillebrandtshúss á Blöndu-
ósi ætti fremur að vera 1733-1877 en 1742-1877 (bls. 354).
Allar tegundir bygginga eru teknar til umfjöllunar, útihús, íbúðarhús,
kirkjur og aðrar opinberar byggingar á tveggja alda tímabili fram til um
1940. Hörður gengur út frá skilgreiningu Feneyjasamþykktarinnar a
sögulegum minjum í umfjöllun sinni og varðveislumati. Þar segir að
sögulegar minjar teljist vera „einstök verk byggingarlistar og svæði í þétt-
býli eða landslagi, það sem er vitnisburður um sérstaka siðmenningu,
mikilvæga þróun eða sögulegan atburð. Hugtakið nær ekki aðeins yfh
verk sem eru stór í sniðum heldur einnig það sem lætur lítið yfir sér en
hefur þegar tímar liðu orðið mikilvægt frá menningarsögulegu sjónar-
miði" (bls. 311,367). Áhersla á sveitabyggingar er mest þegar eldri tímrnn
á í hlut, en byggingarsaga þéttbýlis verður fyrirferðarmeiri þegar kemur
fram á 20. öldina. Skýringu þess er aðallega að finna í að íbúðarhús í sveit-
um frá 20. öld hafa afar lítið verið könnuð og gerð upp, auk þess sem út-
lærðir húsameistarar og arkitektar fyrir 1940 teiknuðu aðallega íbúðarhus
í þéttbýli. Kirkjubyggingar frá öllum tímaskeiðum, bæði í dreifbýli og
þéttbýli, fá rækilega umfjöllun sem mikill fengur er að. Heimildir höfund-
ar í þessum þætti eru fyrst og fremst teikningar, myndir og endurbygg'
ingaráætlanir. Auk þess hefur hann ómetanlegar upplýsingar frá fyrstu
hendi, bæði frá fyrrverandi þjóðminjavörðum og öðrum sem staðið hafa
að endurgervingu húsa víða um landið.
Vangaveltur um hugmyndafræðilegan grunn sjálfrar endurgervingar
húsanna er fyrirferðarlítil í bókinni. Þær liggja þó að baki efnistökum
Harðar og varpar hann fram nokkrum spurningum í lok ritsins sem Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt hefur áður vakið máls á. Þær fjalla um hvort
færa eigi hús í upprunalega mynd, varðveita það í einhverri samræmdri
mynd frá síðara tímaskeiði, varðveita það í þeirri mynd sem það birtist
þegar viðgerð hefst eða jafnvel í nýrri og óþekktri mynd (bls. 305-307)-
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, og segir Hörður ekki hafa ver-
ið tök á að fjalla um svo stórt mál í þessu riti. Af lestri bókarinnar er full'
ljóst að margskonar svör við þessum spumingum hafa verið höfð að leið-
arljósi frá því húsvemdarstarf hófst á íslandi fyrir tæpri öld. Stuttar fra-
sagnir af endurgervingu húsanna í varðveisluannálnum hafa því miður
ekki gefið tækifæri til að fjalla um þennan áhugaverða þátt um hversu
langt ætti að ganga í viðgerðum á gömlum húsum, og jafnvel hvaða
stefnu bæri að taka í nýbyggingum tilgátuhúsa. Áhugavert hefði verið að
fá ítarlegri hugleiðingar Harðar Ágústssonar um hvaða sjónarmið hafa
verið ráðandi á hverjum tíma við endurgervingar, þar sem hann hefur
verið þátttakandi í húsvemdarstarfinu og ráðgjafi við ótal endurgerving'