Saga - 2001, Page 242
240
RITFREGNIR
ekkert síður en ýmis þau voðaverk sem enn á okkar dögum eru unnin
á samfélögum og þjóðum í nafni trúar, þjóðemisvitundar eða illskil-
greinanlegra hugsjóna.
Nú er það síst ætlun mín að verja aftökur og pyntingar, en vamaglinn sem
sleginn er í framangreindri tilvitnun, þar sem galdrabrennur em bomar
saman við ýmis „voðaverk", er því miður ófinnanlegur annars staðar en 1
niðurstöðukaflanum. Lesandinn fær á tilfinninguna að umfjöllunarefnið
sé einstakt í mannkynssögunni. Þess kennir of lítið að málin séu sett 1
samhengi við aðra þróun sem átti sér stað á sama tíma og heimsmynd þa
sem var við lýði um alla Evrópu. Eru stjómvöld ekki alltaf að berjast við
hættuleg öfl í samfélaginu og ber þeim ekki skylda til þess hvort sem það
heitir eiturlyf, hraðakstur, hryðjuverkamenn eða galdur? Refsiharka var
mikil á öllum sviðum á umræddu tímabili. Frá því sjónarhomi sætti
galdrafólk ekki sérstökum ofsóknum - ef rcfsifár var raunvemlegt voru
galdrabrennur aðeins angi af því. Þeir sem brutu lög hlutu almennt harka-
legri (líkamlegar) refsingar en á öðmm tímum Evrópusögunnar. í Brennu-
öldinni er sjaldan spurt hvort farið hafi verið að lögum. Lítið er gert ur
upplýsingunum um áðurnefndan drátt á því að fyrirmælum konungs um
áfrýjunarrétt væri hlýtt á alþingi (bls. 128), en höfundur finnur sökudólg
fyrir galdrafárinu, nefnilega kirkjuna: „Því hefur verið haldið fram her
fyrr í ritgerðinni að kirkjan muni aldrei geta þvegið hendur sínar af þvl
sem gerðist á galdratímabilinu í Evrópu, og sú skoðun stendur óhögguð
(bls. 322). Þessi skoðun er undirbyggð ofar á blaðsíðunni. Sjáið hve heim-
urinn var góður og í jafnvægi fram að siðaskiptum; „kirkjan" á sök, þc,tt
hún hafi verið komin til sögunnar löngu fyrir þann tíma:
Heimurinn - sem fyrir kristnitöku og allt fram um siðaskipti var sam-
þætt svið manns og náttúru; anda og efnis - var nú orðið átakasvið
sömu þátta. Sálarheill mannsins var undir því komin að andinn gætl
sigrast á efninu. Náttúran var ill og maðurinn þarfnaðist fulltingis
drottins til að sigrast á öflum hennar (bls. 322).
En þetta er ekki rétt. Náttúran hefur aldrei verið talin ill af neirmi opm-
berri kirkju í Evrópu. Þessi sýn er í ætt við meintar villutrúarhugmyndir
kaþara, sem töldust svo hættulegar, að þær voru hvati að stofnun bisk-
uparannsóknarréttarins á 12. öld. Það hefur alla tíð verið vandamál fyrir
kirkjuna hvað tvíhyggja er nálæg. Bæði kaþólska og lútherska kirkjan
töldu þvert á móti hættulegt það sem var ónáttúrulegt. Það kemur reynd
ar fram á næstu síðu á eftir í Brennuöldinni í umfjölluninni um nornir sem
víkja „út af lögmálum náttúrunnar" (bls. 323) og þar sem skýrt er fra
hugmyndinni contra naturam (bls. 31). Þessi nálgun bókarinnar veldur
nokkrum vonbrigðum, vegna þess að Ólína er vel að sér um ýmsar sta
reyndir varðandi skiptingu valdsins. Þannig kemur margoft fram í ^dk
inni að hún veit að kirkjan stóð aldrei fyrir aftökum. í Skipan Eilífs og J°nS
(1323-48, dagsetning óviss) má sjá að slík lög voru við lýði á íslandi fra