Saga - 2001, Síða 248
246
RITFREGNIR
um „byltinguna", þ.e.a.s. valdarán Jörgensens og Phelps (20. júní 1810,
Halldór Hermannsson, bls. 91). Banks fékk því að auki framgengt, að Sir
George Steuart Mackenzie tók að sér að safna plöntum handa Hooker i
vísindaleiðangri sínum til íslands sumarið eftir, þ.e. 1810. (1. október 1809,
Halldór Hermannsson, bls. 89 og Ferð um ísland, bls. xvii). Hooker var þvi/
þrátt fyrir óhappið, vel í stakk búinn til að skrifa lýsingu af dvöl sinni her
á landi.
Umrædd þýðing, Ferð um ísland 1809, getur ekki talist viðunandi sem
fræðileg útgáfa á riti Hookers. T.a.m. kemur titill ritsins á frummálinu,
journal ofa Tour in Iceland in the Summer ofl809, hvergi fram í þýðingunni-
Dr. Sturla Friðriksson skrifar inngangskafla sem hefur það markmið að
setja ferðasöguna í sögulegt samhengi. Tekst það ágætlega svo langt sem
það nær og hef ég ekki rekist á villur. Hins vegar sakna ég tilvísana- og
heimildaskrár.
Alvarlegasti gallinn við Ferð um ísland 1809 finnst mér þó vera sá að
velja ekki bestu útgáfuna af riti Hookers til þýðingar. Raunar verður ekki
séð að þýðanda hafi verið kunnugt um aðrar útgáfur en þá sem hann þýð'
ir (þrátt fyrir að sú vitneskja birtist árið 1902 í III. bindi Landfræðissögu IS'
lands eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 207 neðanmáls). í athugasemdum
þýðanda segir m.a.: „Ferðasaga þessi var raunar aldrei gefin út, heldur lét
höfundur sjálfur prenta hana til að deila út meðal vina sinna og velgjörð-
armanna..."(bls. xiii). Hins vegar segir dr. Sturla í formála þýðingarinnar
á bls. vii að: „bókin, sem gefin var út í London 1813, er nú fágæt og vart
fáanleg í hérlendum bóksölum". Stuttu seinna skrifar hann á bls. ix-
„Ferðasögu sína af íslandsleiðangrinum birti hann [Hooker] tveimor
árum eftir heimkomuna...", þ.e.a.s. árið 1811. Þeir Sturla og Amgrímur
eru því ósammála hvað þetta snertir, með nokkurra blaðsíðna millibih-
Dr. Sturla fer auðvitað með rétt mál. Ritið kom út þrisvar sinnum eins og
mesti sérfræðingur okkar á þessu sviði dr. Haraldur Sigurðsson tilgreimr
á bls. 68 í ritaskrá sinni, ísland í skrifum erlendra manna um þjóðlíf og nátturu
landsins (Reykjavík, 1991). Sannleikurinn er sá, að Hooker sendi hluta a
upplagi fyrstu útgáfunnar, sem kom út í Yarmouth, til vina og kunning]3
áður en almenningsútgáfan kom á markaðinn (mín leturbreyting, sjá ennfrem
ur inngang Hookers í Ferð um ísland, bls. xvi). Inngangur bókannnar er
dagsettur 14. mars og NOT PUBLISHED stendur á titilsíðu þessarar út
gáfu. Bókasafn Seðlabankans á eintak af þessari útgáfu þar sem stendur
áletrað „From the Author". Banks hvatti Hooker til að leyfa „the public
að njóta ritsins (Dedication, önnur útgáfa 1811). Bókin var því gefiu ^
óbreytt í London og Yarmouth árið 1811, að öðru leyti en því að nú >)''%
tileinkun til Sir Josephs Banks (dagsett 10. ágúst 1811). Eintak af þessaf’
útgáfu er til á safni Jóns Steffensens á þjóðdeild Landsbókasafns Islan
Háskólabókasafns. Vinsældir bókarinnar urðu til þess að ráðist var i a
útgáfu, sem kom út árið 1813 í London og Yarmouth.