Saga - 2001, Page 250
248
RITFREGNIR
vinnu í að þýða öll blómaheitin úr latínu á íslensku. Hins vegar eru nán-
ast eingöngu sögð deili á þekktu fólki sem Hooker hitti svo sem Magnúsi
Stephensen og Geir Vídalín, en smærri persónur látnar liggja á milli hluta.
Sem dæmi má nefna að þegar Hooker leigði fyrst hjá ljósmóðurinni 1
Reykjavík hefði verið sjálfsagt að nefna hana til sögunnar - kvenskör-
unginn maddömu Jóhönnu Malmqvist. Aldrei eru sögð deili á Savignac,
umboðsmanni Phelps hér á landi, né heldur Mr. Sivertsen, sem er auð-
vitað Bjarni Sívertsen, sá frægi kaupmaður og riddari. Hins vegar er
gagnlegt að vita að presturinn Egclosen reynist vera Vigfús Egilsson (bls-
60). Þýðandi nefnir, að yfirlitsritið Saga íslendinga, VH. bindi, eftir Þorkel
Jóhannesson (sem kom út 1950), hafi verið „einkar nytsamleg heimild, en
allmörg önnur verk koma þar við sögu" (bls. xiv). Þessi „allmörgu önnur
verk" eru hvergi tilgreind. Mikið hefur verið skrifað um atburði sum-
arsins 1809 á undanfarinni öld. Ekki er að sjá að þýðandi hafi kynnt ser
þau rit.
Viðaukarnir í frumútgáfu Hookers voru fimm. Það er miður, að þýð'
andi skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri „ekki ... vert að
taka með" aðra viðauka Hookers en þann fyrsta sem er frásögn af bylting'
unni (bls. xiv). Annar viðauki, sem þýðandi sleppir, hefur að geyma hl'
skipanir Jörgensens á íslandi. Tilskipanimar er að vísu víða að finna i1S'
lenskum heimildum, en það sama gildir ekki um bréfaskipti Phelps, Jörg'
ensens, Jones og Sir Edmunds Nagles aðmíráls í Leith, sem eru tekin með
í þessum viðauka og eru mikilvægar frumheimildir um byltinguna. Þessi
bréf em nú varðveitt á þjóðskjalasafni Breta (Public Record Office) og
hefði verið fengur að fá þau þýdd. Aðrir viðaukar voru um Heklu og ónn
ur „remarkable" eldfjöll á íslandi, bréfaskipti og lofkvæði íslenskm
menntamanna til Banks og bjargvættarins Alexanders Jones skipherra/
sem batt enda á byltinguna, og loks langur listi af flóru íslands. Eins og
fyrr segir var svo sjötta viðaukanum bætt við í útgáfunni 1813.
Eini viðaukinn sem hlotnast sá heiður að vera þýddur er, sem fyrr se8
ir, „Skýrsla um íslensku byltinguna" (Detail of the Icelandic Revolution m
1809). Þetta er við fyrstu sýn frumheimild, samtímaheimild, þótt ekki se
hér um vottarheimild að ræða nema að litlu leyti. Hooker var nefnileg3
sjaldnast vottur að því sem fram fór. Hann var oftast að skoða sig un|1'
Hinn örlagaríka dag þegar stiftamtmaðurinn, Trampe greifi, var ha
tekinn var Hooker t.d. við blómatínslu í nágrenni Reykjavíkur. Skýrs ‘
Hookers um byltinguna er því oftast sagnaheimild. í frásögn sinni sty ^
Hooker við skrif Jörgensens og skýrslu Trampes, auk efnis sem hann
frá Alexander Jones skipherra og Banks. í sjálfri ferðabókinni eru Þel^
Jörgensen og Phelps ekki fyrirferðamiklir. Hooker var því ekki nema <
litlu leyti „vitni að „íslensku byltingunni"" öfugt við það sem fullyrt er
bókarkápu. Frásögn Hookers, oft talin hlutlaus, er í raun hliðholl Jörgen
sen. Það kemur ekki á óvart, þar sem Jörgensen bjargaði lífi Hookers peS