Saga - 2001, Page 252
250
RITFREGNIR
Andrew Wawn: THE VIKINGS AND THE VICTORI-
ANS. INVENTING THE OLD NORTH IN 19TH-
CENTURY BRITAIN. D.S. Brewer. Cambridge 2000.
434 bls. Myndir, nafnaskrá.
í ferðabók sinni Ultima Thule (1875) ræðir einn af þekktari íslandsferða-
löngum nítjándu aldar, breski rithöfundurinn Richard Burton, um þaU
sérstöku örlög sumra landa sinna að fá ísland á heilann („Iceland on the
brain"). Hér á hann einkum við fyrri íslandsferðalanga sem hafi fundist
allt sem fyrir augu þeirra bar hér á landi „spennandi og hrollvekjandi,
mikilfenglegt og ægifagurt". Sjálfur taldi Burton sig hafa gagnrýnni og
hugsanlega þroskaðri smekk enda sá hann hvorki landið né menningar-
arf þess í hillingum.
Það er vissulega freistandi að líta á áhuga margra erlendra manna á Is-
landi og íslenskum fornbókmenntum sem eins konar þráhyggju, jafnvel
sjúkdóm, sem erfitt sé að losna við. í flestum tilvikum berst þessi sjúk-
dómur á milli manna með bókum, sérhver ný fomritaútgáfa, þýðing eða
ferðabók virðist fær um að smita lesendur sína af lífseigum vírus og eina
leiðin til að læknast er að framlengja smitleiðina.
Þessi sjúkdómslýsing er á margan hátt staðfest í bók Andrews Wawns,
The Vikings and the Victorians, en þar er því lýst hvernig margvíslegar hug-
myndir um eðliskosti og menningarheim hins norræna víkings fóru eins
og eldur í sinu um breskt samfélag á nítjándu öld. Á tiltölulega skömm-
um tíma voru öll helstu verk íslenskra miðaldabókmennta þýdd á ensku
og endurrituð af miklum móð, um efnið var fjallað í viðamiklum fræðirit-
um, fjöldi ferðamanna kom hingað til að heimsækja söguslóðir, margu
þeirra sendu frá sér ferðabækur sem aftur drógu enn fleiri lesendur og
ferðamenn að ströndum „Ultima Thule".
Töluvert hefur verið fjallað um íslandsáhuga Breta á nítjándu öld, bæði
af íslenskum og erlendum fræðimönnum. Hér á landi hafa ferðabækurn
ar notið mestrar athygli og hafa margar þeirra verið þýddar en erlendis
hefur umfjöllunin einkum beinst að þekktustu höfundunum, svo sem
Thomas Gray, Thomas Carlyle, Walter Scott, William Morris og W.
Auden. Meðal merkra fræðimanna á þessu rannsóknarsviði má nefna
Karl Litzenberg sem fjallaði töluvert um tengsl Morris við ísland en
sendi einnig frá sér stefnumarkandi yfirlitsgrein sem hann nefndi „The
Victorians and the Vikings" (Michigan Contrihutions in Modern Philology
(1947)). Það er þó á engan hallað þótt fullyrt sé að Andrew Wawn hafiveT
ið leiðandi fræðimaður á þessu sviði undanfarin 20 ár en á því tíma ^
hefur hann birt fjölda fræðiritgerða um afmörkuð efni. Þá hefur hann g
ið út dagbækur Henrys Hollands úr íslandsferð þeirra Thomas Stanleýs
sumarið 1810, birt bréfaskipti Njáluþýðandans Georges Webbes Dasen