Saga - 2001, Page 257
RITFREGNIR
255
fjalla um. Ég tel að þeim, sem lesið hafa blöðin reglulega undanfarin ár,
hljóti að vera ljóst að það er að verða að hreinræktaðri listgrein hjá mörg-
um blaða- og fréttamönnum að finna frumlegar leiðir til að hámarka áróð-
ursgildi slíkra kannana fyrir þann miðil sem þeir starfa við. Sömu sögu er
að segja um það sem fram kemur um upplag einstakra blaða og tímarita
sem gefin hafa verið út hér á landi síðustu áratugi. Staðhæfingum blaða
þar að lútandi hlýtur upplýstur lesandi að taka með tortryggni enda al-
kunna að aðeins Morgunblaðið hefur látið óháðan aðila mæla útgefið upp-
lag sitt. Þá hafa allmargrar kannanir verið gerðar, sem ætlað er að mæla
uiat lesenda á gæðum frétta einstakra fjölmiðla. Höfundur vitnar aðeins
W einnar slíkrar, þeirrar sem gerð var 1987 (bls. 305), og er óhætt að full-
yrða að þeir sem fylgst hafa með á þessum markaði viti að sú könnun er
fremur undantekning en regla hvað varðar hugmyndir lesenda um gæði
°g áreiðanleika frétta dagblaða síðustu ár. Einnig þama hallar á Morgun-
blaðið.
Eins og fyrr sagði er það Blaðamannafélag íslands, sem kostar útgáfu
bókarinnar. Eitt af því sem mér fannst þó mest áberandi við lestur henn-
ar er að íslenskir blaðamenn virðast lítið hafa fært í letur hugleiðingar um
starf sitt, skyldur sínar og erindi við íslenskan almenning. Hvað varðar
lýsingar á íslenskri blaðamennsku síðustu áratugi stendur annars vegar
UPP úr það sem Ólafur Jónsson, blaðamaður og leiklistargagnrýnandi, rit-
aði um íslenska fjölmiðla (sjá t.d. kafla 42, 43, 44, 46), og hins vegar ljós-
mynd úr Tímanum (bls. 247) af því er samfélag íslenskra blaðamanna hélt
-/Vinsælum ritskoðendum" bandaríska hersins kveðjusamsæti. Af þeirri
frásögn geta lesendur ævisagna erlendra stríðsfréttaritara ályktað sitt-
hvað um samengi íslenskrar og vestrænnar blaðamennsku á fimmta ára-
fngnum.
Utgáfa bókarinnar er öll hin veglegasta. Brot hennar minnir á tímarit. Á
að giska fjórðung til þriðjung prentflatarins þekja ljósmyndir af blaða- og
fréttamönnum tíðinda, pósta, dagblaða og ljósvakamiðla í leik og starfi og
einnig úrklippur úr tíðindum, póstum, dagblöðum og tímaritum. Heim-
rlda- og myndaskrár eru ítarlegar og virðast gerðar af mikilli vandvirkni
en misbrestur hefur þó orðið á í lok 1. kafla hvað varðar tilvísanir úr meg-
'nmáli til heimildaskrár.
Pétur Gunnarsson