Saga - 2001, Page 260
258
RITFREGNIR
um, jafnvel tölum og hugtökum. Ef frumheimildin var vitlaus hefði átt að
láta þess getið þegar breytt er. Langflestar tilvitnanir eru teknar úr skjöl-
um og lagði ég mig ekki eftir að athuga hvemig þar var tekið upp. Rú-
stjóri á að sjá til þess að gáta þessi atriði og er það grundvallarregla-
Hnjóta má um fleiri smáatriði s.s. að ritháttur á ártölum og lengd band-
strika er á reiki, jafnvel á sömu blaðsíðu. Ýmist er ritað 1952-57,1952-'57
eða 1952-1957, þó oftast sé þetta samræmt. Ritun á tölustöfum er að
mestu samræmd með punkti við þúsund, en þó ekki alltaf. Víðast hvar
eru tölur upp á tugi og hundruð þúsunda ritaðar í tölustöfum en einmg
eru dæmi um að þær séu ritaðar í bókstöfum. Best fer á að samræma þetta
allt. Frágangur er annars góður, og stafsetningavillur fann ég fáar, en tals-
vert af vitlausum skiptingum milli lína.
Jón Amþórsson, fyrrum starfsmaður Sambandsins á Akureyri og
hvatamaður að ritun bókarinnar, var myndaritstjóri hennar. Mikið af góð'
um myndum sem ekki hafa birst áður eru í ritinu. Myndimar koma úr öU-
um áttum, úr prentuðum ritum, af skjalasöfnum en líklega flestar ur
einkaeign. Myndatextar em góðir og til glöggra skýringa. Það skiphr
miklu máli að vera með góðar myndir þar sem verið er að lýsa flóknu
framleiðsluferli og það finnst mér hafa tekist vel í þessari bók. Mynúir
bæta þannig textann. Þó fannst mér óþarfi að birta myndir af tveimur
meistaraskírteinum þar sem eitt hefði dugað. Mér fannst að splæsa hefð1
mátt einni örk í lit á framleiðsluvörur úr leðri því þar er oft um gríðarleg3
fallega gripi að ræða. Ég hefði viljað sjá fleiri myndir með munum ur
leðri, sérstaklega í fyrri hluta bókarinnar.
Megintextinn er hæfilega mikið brotinn upp af rammagreinum sem eru
til mikils fróðleiks. Þar er komið fyrir skýrandi efni sem óhægt hefði ver
ið að koma í megintexta án þess að spilla læsileika hans. Textinn rennur
jafnan vel fram og er víðast hvar lipur aflestrar. Kaflar og undirkaflar eru
stuttir, og finnst mér stundum að stystu kaflarnir sem aðeins eru á þriðju
blaðsíðu hefðu jafnvel betur verið komnir sem undirkaflar. En af efms
skiptingu hefði það ekki komið til greina. Aðeins hnaut ég um endurtekn
ingu, bls. 36 og 69, en það voru þó smámunir. Þá truflaði mig rithátturim1
(t.d. bls. 79), „á Iðunni" í stað þess að segja „hjá Iðunni" þegar talað er um
að fólk hafi unnið hjá verksmiðjunni Iðunni. Það var eins og verksmiðjan
Iðunn væri orðin skip eða bátur. Kannski er þetta mállýska sem eg/
Reykjavík, þekki ekki. Þá rak ég augun í nákvæmt ártal þegar Arabar s
ust að á Spáni árið 711 (bls. 21). Finnst eins og þetta geti verið loðin h'm3
setning! Síðar (bls. 41) er talað um að heil öld hafi liðið frá því Innrétting^
amar hættu rekstri þar til næsta viðleitni til iðnrekstrar hófst. Fannst a
hvort tveggja hefði átt að vera nákvæmt eða frekar að rúnna báðar tíma
setningamar af.
í bókarlok er efnisútdráttur á ensku eins og í fyrri útgáfum iðnsögunn
ar. Hann gefur gott yfirlit yfir söguna en er þó ekki bein þýðing a