Saga - 2001, Page 268
266
RITFREGNIR
Lýður Bjömsson: SAGA KAUPMANNASAMTAKA
ÍSLANDS. AFMÆLISRIT. Kaupmenn og verslun á
íslandi. Reykjavík 2000. 280 bls. Myndir, nafnaskrá.
Bók þessa létu Kaupmannasamtök íslands rita í tilefni hálfrar aldar afmælis
samtakanna árið 2000 og fengu til verksins Lýð Bjömsson, einn afkasta-
mesta sagnfræðing landsins. Lýður er vel kunnugur sögusviði þessarar
bókar því hann hefur skrifað ritgerðir og baekur bæði um kaupstaðinn
Reykjavík og samtök verslunarmanna, þar á meðal sögu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. Það var þvf að vonum að bókina tækist
að gefa út í tæka tíð fyrir afmælið í nóvember síðastliðnum eftir stuttan
undirbúningstíma, en höfundur hóf ritun verksins haustið 1999, í fyrstu
í hlutastarfi en í fullu starfi frá vordögum 2000, eins og segir í formála
bókarinnar.
Saga Kaupmannasamtaka íslands er rituð í hefðbundnum afmælisritastíl
og skiptist í tvo meginhluta. í fyrri hlutanum er rakin saga Kaupmanna-
samtaka íslands og fyrirrennara þess. í síðari hlutanum er sögð saga
landshluta- og sérgreinafélaga innan kaupmannasamtakanna. Þar er sam-
andreginn mikill fróðleikur um einstakar greinar verslunar og verslunar-
rekstur vítt og breitt um landið. Innskotsgreinar eru á víð og dreif 11
bókina með frásögnum úr samtímaheimildum og viðtölum við framá-
menn samtakanna, sem lífga mjög upp á fremur þurra frásögn höfundar.
Viðtölin bæta oft miklu við meginmálið og eru sum hver býsna skemmti-
leg, til dæmis við Guðna Þorgeirsson og Magnús Finnsson, sem báðir eru
fyrrverandi framkvæmdastjórar samtakanna. Þá er í bókinni listi yfir
stjómarmenn og annar yfir heiðursmerkjaveitingar, og aftast er annáll
samtakanna á þrem síðum. Bókin er þannig búin út sem afmælisgjöf tU
þeirra sem komið hafa við sögu Kaupmannasamtakanna, en sá hængur er
á að þeir þurfa að greiða fyrir hana með talsverðu fé, einum 15.000 kr.
Utansamtakamenn þurfa að hafa meira en lítinn áhuga á efni bókarinnar
til að láta eftir sér að kaupa hana.
Það var árið 1950 sem nokkur félög smákaupmanna mynduðu Sain
band smásöluverslana, en nafni þess var breytt í Kaupmannasamtök Is-
lands árið 1959. Samtökin stóðu utan Verslunarráðs íslands enda stofnuð
vegna óánægju með rýran hlut smásala innan þess og einnig fannst mörg'
um lítið gert til þess að fylkja kaupmönnum til þátttöku í því. Lýður
Bjömsson rekur ítarlega sögu Kaupmannasamtakanna og notar til þeSS
einkum gjörðabækur, skýrslur og önnur gögn samtakanna og aðildafá'
laga þeirra. Heimildirnar stýra mjög efnisvali og efnistökum höfundar
þar sem frásögnin snýst á löngum köflum um fremur þröng innanfélags
mál: útgáfu málgagns, fundi og lagabreytingar, skipulagsmál, húsnæði og
mannahald. Stundum verður of mikil binding við innanfélagsgögn fi