Saga - 2001, Page 283
RITFREGNIR
281
mælis." Undir þessa skoðun er hægt að taka. Frá því að fyrra bindi Sögu
tiafnar kom út hafa orðið breytingar á sögunefnd. Árið 1998 var kosin ný
nefnd sem skipuð er þeim Ambjörgu Stefánsdóttur, Halldóru Gunnars-
dóttur og Zophaníasi Torfasyni sem koma ný í nefndina, fyrir voru Þor-
steinn L. Þorsteinsson og Þórgunnur Torfadóttir sem er sem áður formað-
Ur nefndarinnar. Verkefrii sögunefndar hefur falist í yfirlestri, útvegun
Ijósmynda og öflvrn ýmiss konar upplýsinga um myndimar.
Við lestur kemur í ljós hversu mikilvægt verkefni nefndarinnar hefur
verið. f bókinni eru um 400 ljósmyndir og myndatextar yfirleitt mjög
yfirgripsmiklir og fræðandi.
Bókin skiptist í tíu kafla og er meginmál á 468 bls. Tilvísanir eru viða-
miklar á 35 bls., heimildaskrá er á 16 bls. Skrár um töflur, kort, upp-
drætti, skýringarmyndir og ljósmyndir, auk mannanafnaskrar, eru 27 bls.
Þessi upptalning gefur takmarkaðar upplýsingar um hversu viðamikil og
vönduð heimildavinna liggur að baki þessu verki. Fyrir þá sem vilja
kjmna sér einstaka þætti í sögu Hafnar er heimildaskráin náma sem mun
reynast notadrjúg öllum sem vilja nýta sér hana.
Kaflaskipting gerir bókina auðlesna þeim sem vilja kynna sér afmark-
aða þætti, en eins og gefur að skilja er tæpast um það að ræða að bók sem
fjallar um efni eins og sögu byggðar verði lesin sem skemmtisaga. Kafl-
arrur eru mislangir eftir efni, en almennt er farið mjög ítarlega í alla hluti,
stóra og smáa, sem snerta byggðina á Höfn, auk þess sem eðli málsins
samkvæmt er víða komið inn á þróun byggðar í Austur-Skaftafellssýslu.
Bókin hefst á umfjöllun um Homafjörð og seinni heimsstyrjöldina.
Stytjöldin hafði mikil og langvarandi áhrif á byggðina í Homafirði, fyrst
rrteð hersetu á Höfn og byggingu flugvallar á Suðurfjörum; þá var rofin
aldalöng einangrun byggðarinnar í Austur-Skaftafellssýslu. Það er við
fiæfi að hefja bókina á þessu og ljúka henni á þeim tímamótum sem urðu
við byggingu brúnna á Skeiðarársandi þegar endanlega var rofin land-
fiæðileg einangrun byggðarinnar. Varanlegri áhrif heimsstyrjaldarinnar
® fiyggðarþróun Hafnar fólust síðan í byggingu ratsjárstöðvar á Stokks-
nesi.
í*á eru þróun byggðar á Höfn gerð skil; fjallað er um fólksfjölda, stofn-
un sjálfstæðs sveitarfélags, stjórnsýslu og einstaka þætti hennar. Alls eru
13 undirkaflar í þessum hluta bókarinnar. Hér er m.a. lýst langvarandi
deilum Hafnarbúa við nágranna sína í Nesjum sem þótti dregin burst úr
nefi sínu þegar sveitarfélaginu var skipt.
í kafla sem ber yfirskriftina „Velferð barna og unglinga" segir frá því
fivernig byltingarandi sem kenndur er við '68 kynslóðina náði til Hafnar
UPP úr 1970 og skilaði sér í virkri baráttu ungs fólks fyrir betri aðbúnaði
fil félagsstarfsemi unglinga og ungs fólks. Hún er skemmtileg myndin af
kröfugöngu 70-80 unglinga snemma árs 1972 sem eins og segir í mynda-