Saga - 2001, Page 299
RITFREGNIR
297
búning, landsmönnum til mikils fróðleiks. Við þurfum sjálfsagt sífellt að
taka til skoðunar okkar eigin sjálfsmynd og hvemig hún þróast. Húsnæð-
ismálin eru í því sambandi forvitnilegur sjónarhóll og Jón Rúnar Sveins-
son hefur með þekkingu sinni og reynslu skrifað áhugaverða bók um þau
efni.
Magrtús S. Magnússon
EVIDENCE! EUROPE REFLECTED IN ARCHIVES.
European Cities Of Culture. Santiago de Compostela
2000. 291 bls.
Evidence er samstarfsverkefni borgarskjalasafna sjö menningarborga
Evrópu árið 2000. Upphaflega ætluðu allar borgimar að vera með, en
Avignon og Bmssel gengu úr skaftinu. Borgirnar sem voru með em:
Bergen, Bologna, Kraká, Helsinki, Prag, Reykjavík og Santiago de
Compostela. Markmið þessarar útgáfu var að draga fram það sem skilur
að menningu þessara landa og einnig það sem er sameiginlegt. Þegar
talað er um menningu er hún skilgreind mjög vítt. Bókin er einnig huguð
til að auðvelda okkur að kynnast menningu annarra landa og byggja upp
ný tengsl við þau.
Bókinni er skipt í fjóra hluta. í fyrsta hluta er gerð grein fyrir öllum höf-
undum, menntun þeirra og starfsframa. Fimm höfundar eru að íslensku
textunum: Andrés Erlingsson, Lýður Bjömsson, Sigríður Björk Jónsdóttir,
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir og Svanhildur Bogadóttir borgarskjala-
vörður, sem jafnframt er ritstjóri íslenska hlutans. Margrét Björgúlfsdóttir
þýddi textann yfir á ensku og Kristín Bogadóttir tók ljósmyndir í íslenska
hlutann.
í öðrum hluta bókarinnar er varpað fram spumingunni „Af hverju
erum við sérstök?" Þar er hvert þessara landa með sjö sýnishorn af heim-
ildum sem geymdar eru í skjalasöfnum þeirra. Allir höfundar gera grein
fyrir uppruna sinnar borgar og skipulagi með einhverjum hætti. Undir
fyrirsögninni „Náttúra og umhverfi" er sagt frá stofnun Reykjavíkur
1786, heimildum um hús í Reykjavík, sjóbaðstað við Tjömina, að öndun-
um sé gefið brauð við Tjömina, sagt frá pöntun á mat fyrir áhafnir fiski-
skipa, nýsköpunartogurum og jólaundirbúningi árið 1904. Allt ágætar
svipmyndir úr Reykjavík.
í þriðja hluta er spurt hvað það þýði að vera evrópskur. Þeirri spum-
ingu er svarað með fimm þemum og undir hverju þeirra em nokkur svör.
Af þessu yfirliti sjáum við fjölmarga sameiginlega þætti í hinum evrópsku
samfélögum. Ekki er þó gerð tilraun til að skilgreina menningu Evrópu í