Saga - 2001, Page 300
298
RITFREGNIR
heild, en það kemur ekki að sök. Undir íyrirsögninni „Borgir og sveitar-
stjórnir" gerir Borgarskjalasafn grein fyrir borgararéttindum, vatnsveitu,
slökkviliði og upphafi velferðaríkis. Undir fyrirsögninni kennsla, vísindi
og tækni gerir Borgarskjalasafn grein fyrir skólaskyldu, einkaskjalasafni
Jóhannesar Kjarvals, unglingavinnu og skjalasafni Thomsens Magasins.
Loks gerir Borgarskjalasafnið grein fyrir heimildum um skautasvellið á
Tjörninni, skjalasafni Leikfélags Reykjavíkur, konum sem landeigendum
og heimildum um að flytja böm í skyndingu frá Reykjavík ef til árása
kæmi í síðari heimsstyrjöldinni. Samtals er sagt frá 20 skjala- eða heim-
ildasöfnum úr Borgarskjalasafni í þessari bók, og svipað er að segja um
frásagnir frá hinum löndunum. í bókinni gefur því að líta mjög fjölbreytt
úrval heimilda sem varðveittar em í skjalasöfnum.
í síðasta hluta bókarinnar er stutt frásögn um hlutverk Borgarskjala-
safns og emnig er sagt frá öðrum söfnum sem taka þátt í verkefninu. Auk
þess að varðveita skjöl borgarinnar og aðstoða við skjalastjóm á skrifstof-
um, hefur Borgarskjalasafnið lagt kapp á að varðveita skjöl frá einstak-
lingum, félögum og fyrirtækjum í Reykjavík. í þessari bók kemur einmitt
vel fram hversu fjölbreytt safn skjala er í Borgarskjalasafni. Skjölin eru
ekki aðeins skrifuð á pappír heldur má einnig finna ljósmyndir, teikning-
ar, kort o.fl. í söfnunum. Sýnishorn af þessu öllu gera bókina sérstaklega
læsilega og fallega.
f bókinni eru ekki aðeins skjöl frá sveitarfélögum heldur einnig einka-
fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum. Þannig er leitast við að gera
grein fyrir skjölum sem eru nær einstaklingum en þau skjöl sem jafnan
eru varðveitt á þjóðskjalasöfnum. Einkaskjöl gefa jafnan betri mynd af
daglegu lífi fólks í borginni heldur en opinber skjöl. Allur texti bókarinn-
ar, meginmál og myndatextar, er á tveimur málum, ensku og máli Hð-
komandi lands. Inngangur og fyrsti kafli eru aðeins á ensku. Hver
textaþáttur er stuttur en hnitmiðaður.
Nafn bókarirmar Evidence eða sönnunargagn vísar til þess að skjöl eru
jafnan órækur vitnisburður um liðna tíma. Skjölin eru ólík blöðum og
jafnvel bókum sem segja frá hlutum og atburðum. Fjölmargir draga sann-
leiksgildi frásagna í blöðum í efa. Skjölin eru hins vegar eðlilegur afrakst-
ur lifandi starfs einstaklinga sem lagt hafa þau upp við starfsemi sína,
hvort sem það er kvittun, sendibréf, umsóknareyðublað, teikning eða ljós-
mynd. Að sjálfsögðu eru sagnfræðingar sem vinna með skjöl ekki lausir
við heimildarýni, en menn finna strax að þeir eru miklu nær því sem
raunverulega gerðist þegar skjöl eru handleikin.
Bókin, sem er í stóru broti, er afar glæsileg að allri yrti gerð og til þesS
fallin að vekja áhuga á þeim einstaka fjársjóði sem skjalasöfnin geyma-
Hana prýðir fjöldi litmynda auk annars myndefnis sem gleður augaó.
Pappírinn er vel pressaður þannig að myndgæði verða mikil, en þó ekki
glansandi, þannig að auðvelt er að njóta myndanna án þess að ljós