Saga - 2001, Page 302
300
RITFREGNIR
og jafnvel snúa vörn í sókn. Útgáfa bókarinnar Lífí Eyjafirði er framlag
í þessa veru, eins og segir í inngangi. Grunnhugmynd bókarinnar er
grenndarkennsla og markmiðið með henni að „efla og styrkja stolta ein-
staklinga til áframhaldandi dreifðrar og öflugrar búsetu vítt um land"
(bls. 21). Það má því segja að bókin sé einkum og sér í lagi ætluð
uppalendum og uppfræðurum á landsbyggðinni en einnig þó öðrum
þeim sem búa þar og vilja styrkja sjálfsmynd sína. Jafnframt er hugsanlegt
að bókin geti hrifið svo fólk að það kjósi að setjast að við Eyjafjörðinn.
Bókinni, sem er mikil að vöxtum, er skipt í 12 kafla sem fjalla um hug-
myndafræði grenndarkennslunnar, landafræði, jarðfræði, líffræði, sögu
og bókmenntir Eyjafjarðar og auk þess eru sett fram dæmi um vettvangs-
ferðir í Eyjafirði fyrir leikskólaböm, grunnskólabörn og almenning. Hver
kafli er skrifaður af höfundum sem sérþekkingu hafa á því sviði sem kafl-
inn fjallar um. Sú leið sem farin er í þessari bók, að setja fram kennslu-
fræðihugmynd og í kjölfar hennar ítarlegar upplýsingar sem nauðsynlegt
er að hafa á hraðbergi við að hrinda hugmyndafræðinni í framkvæmd, er
til mikillar fyrirmyndar og sannarlega er í mikið ráðist.
Grenndarkennsla er ekki nýtt fyrirbæri í kennslufræðinni, hvorki hér a
landi né annars staðar. í bók sinni Lýðmenntun, sem kom út fyrir hartnær
einni öld, minnist Guðmundur Finnbogason á mikilvægi þess að börn
læri um sitt nánasta umhverfi. Reyndar sakna ég þess að ekki sé vitnað til
skrifa Guðmundar í umfjöllun um grenndarkennslu í bókinni Líf í Ey]a'
firði. Hugmyndir hans hljóma ótrúlega nýstárlegar þrátt fyrir að tæpleg3
eitt hundrað ár séu nú liðin frá því hann setti þær á blað. í bókinni Líf1
Eyjafirði eru kennarar hvattir til að nota hugmyndafræði grenndarkennsl-
unnar til þess að sporna gegn búferlaflutningum fólks á höfuðborgar-
svæðið. Þetta er athyglisverð hugmynd og talsvert annars eðlis en þær
aðgerðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi. Hvort þessi hugmynd
skilar árangri veltur á því að kennarar á landsbyggðinni tileinki sér hug-
myndafræðina og beiti grenndarkennslu í sínum skólum. í kaflanum um
grenndarfræði segir Bragi Guðmundsson fremur illa hafi gengið að fa
kennara til að vinna með efni af þessu tagi og nefnir af því tilefni hið
ágæta námsefni sem ekki virðist hafa verið notað mikið af kennurum-
Bragi segir erfitt að geta sér til um hvers vegna erfiðlega gengur að koma
námsefni um heimaslóðir í umferð. Hann telur ástæðuna e.t.v. þá að
menn óttist að fá á sig heimóttarstimpil ef unnið er með sértæk viðfangs-
efni heimabyggðarinnar og e.t.v. að kerfislægir þættir hamli. Það er
reyndar svo að almennt gengur erfiðlega að koma nýju efni að í kennslu
öðru en því sem beinlínis tekur við af eldra efni og úreltu. Það er erfitt a
taka upp breytta kennsluhætti, það er erfitt að taka upp önnur viðfangs
efni en þau sem þegar er fengist við í skólunum. Skiptir þá engu hvert
efnið er.
Kaflinn um grenndarfræði er lykilkafli bókarinnar og í rauninni sá sem