Saga - 2001, Síða 309
FRÁ SÖGUFÉLAGI
307
ið hefur á tímaritinu frá 1984. Helsta breytingin er kannski sú, að efnisskrá
er nú prentuð aftan á kápu og litaval á kápu verður hið sama næstu ár. Þá
er nú aukið rými fyrir kápumynd. Loks er þess að geta um Sögu 2000, að
henni fylgir efnisskrá beggja tímarita Sögufélags, Sögu og Nýrrar sögu frá
upphafi og til 1999. Monika Magnúsdóttir bókasafnsfræðingur var fengin
til þess að taka þessa efnisskrá saman. Um er að ræða skrá yfir ritgerðir
og greinar í báðum tímaritunum, þar sem raðað er eftir efni og eftir höf-
undum. Ennfremur er ritdómaskrá fyrir Sögu. Áður var til efnisskrá Sögu
til 1982, sem Steingrímur Jónsson tók saman, en hún var uppgengin.
Þessari nýju efnisskrá og Sögu 2000 yfir höfuð hefur verið vel tekið og má
vænta þess, að hún hafi um ókomin ár nokkra sérstöðu meðal árganga
tímaritsins.
Eftir umfjöllun um tímaritin ræddi forseti nokkuð um aðra útgáfustarf-
semi Sögufélags og sagði hana minni en gert hefði verið ráð fyrir á síðasta
aðalfundi. Ástæða til þess var einkum sú, að íslandssaga 20. aldar kom ekki
út á starfsárinu eins og ætlað hafði verið. Hins vegar taldi forseti, að Sýslu-
og sóknarlýsingar Múlasýslna mundu koma út, áður en árið 2000 yrði á
enda runnið. í þessu sambandi rifjaði forseti upp útgáfusögu Sýslu- og
sóknalýsinganna og sagði m.a.:
Umræddar sýslu- og sóknalýsingar voru sem kunnugt er samdar sem
svör við spurningalistum, sem Bókmenntafélagið sendi út árið 1838.
Alls bárust um 160 sýslu- og sóknalýsingar á árunum 1839-43 og síð-
ar komu um 30. Lýsingar vantar aðeins úr sjö prestaköllum. Sýslu- og
sóknalýsingamar áttu að vera gmndvöllur íslandslýsingar, sem Bók-
menntafélagið ætlaði að gefa út. Sú íslandslýsing varð aldrei að vem-
leika og handrit sýslu- og sóknalýsinganna lágu í meira en 100 ár í
safni Bókmenntafélagsins og síðan á Landsbókasafni. Á árunum í
kringum síðari heimsstyrjöld fóm menn að huga að því, að þessar lýs-
ingar presta og sýslumanna frá síðustu öld hefðu gildi sem sjálfstæð-
ar héraðslýsingar. Þær nýttust hins vegar ekki vel í oft torlesnum
handritum og því voru nokkur brot úr þeim prentuð. Það voru Jón
Eyþórsson veðurfræðingur og Pálmi Hannesson rektor sem fyrstir
létu sér detta í hug að gefa út sýslu- og sóknalýsingarnar í heild. Þeir
fengu bókaútgáfuna Norðra til liðs við sig, bjuggu til ritröðina Safn til
landfræðisögu íslands og gáfu út fyrsta ritið í henni árið 1950, þ.e. fyrir
réttri hálfri öld. Byrjað var á heimahéraði Jóns Eyþórssonar, Húna-
vatnssýslu, og síðan kom út heimahérað Pálma Hannessonar, Skaga-
fjarðarsýsla, árið 1954. Jón og Pálmi segja í formála sínum að Húna-
vatnssýslunni, að útgáfa sýslu- og sóknalýsinganna verði ekki gróða-
vænlegt fyrirtæki og þeir hvetja því átthagafélög í Reykjavík til þess
að safna áskrifendum að sínum sýslum. Ekki er mér kunnugt um
hvort nokkuð slíkt fór af stað, en hitt er víst, að Norðri gaf ekki út fleiri
sýslu- og sóknalýsingar og ritröðin Safn til landfræðisögu íslands and-