Vaki - 01.09.1952, Síða 5
bandalag, ný vernd. Hvert ár, hver mánuður, hver dagur hefur fœrt
okkur nær umheiminum og þokað okkur nauðugum viljugum í átt-
ina að miðdepli átákanna.
Dag hvern beinist athyglin að því, sem er að gerast á almennum
vettvangi víðs vegar um heim. Útvarp og dagblöð flytja okkur frétt-
irnar af síðustu bardögum í Asíu, af ráðstefnum stjórnmálamanna,
af bráttunni innan þjóðfélaganna, fréttir af hinum stríðandi heimi
nútímans. Til eru þeir, sem örvænta um lausn deilumála aðra en þá,
sem muni fást í nýrri heimsstyrjöld og þá að líkindum eyðingu mikils
lúuta mannkyns. En setjum svo að okkur sé skapað að lifa enn.
Verður þá ekki takmark íslendinga hið sama og áður, þá er stefnt var
að sjálfstœði, að fylla sem bezt rúmið sem þeim er skipað í flokki
þjóðanna? Við vitum að efnalegt framlag okkar getur aldrei orðið
þungt á metunum, og við getum ekki ráðið úrslitum á neinn hátt
nema ef vera skyldi með landssölu, og ekki er það sæmdarauki. Hið
eina sem getur borið hróður þjóðarinnar er menning hennar, fólgin
í andlegum verðmœtum, hinum islenzka arfi. Sé okkur hinn íslenzki
menningararfur nokkurs virði, hljótum við að stefna að því að varð-
veita hann, skyggnast inn í eðli hans og tryggja íslenzkri menningu
framtíð í landinu. Lítum í svip á eitthvað sem kemur til greina við
athugun á stöðu íslenzkrar menningar.
Síðustu kynslóðir hafa verið vitni að því, hvernig atvinnulífið hefur
breytzt á tiltölulega skömmum tíma. Þœr hafa tekið upp nýtt verk-
lag við að yrkja landið og sækja fiskimiðin. Allt hefur komizt á
kreik og skipt um ham eins og fyrir snertingu töfrasprota. Það er
tæknin. Hún hefur breytt útliti íslenzkrar byggðar, og hún hefur
skapað henni nýjan stað í heiminum. Fyrir tilstilli véltækni og verk-
þekkingar hefur einangrun landsins verið rofin. Og fyrir bragðið
hefur þjóðinni boðizt ómœli tœkifœra til að kynnast öðrum þjóðum,
tileinka sér reynslu þeirra og menningu.
En því fer fjarri, að við höfum reynzt góðir nemendur. Hinar fjar-
stœðukenndustu hugmyndir ríkja meðal íslendinga um stöðu þeirra í
heiminum, skyldur þeirra við sjálfa sig og sögu sína. Sumir, einkum
framfaratrúmenn, halda menninguna vaxa í hlutfalli við fullkomnun
tækninnar, halda jafnvel einhverjir, að tækni sé sama og menning,
allt annað ímyndun og bábiljur. Þetta sjónarmið hefur reyndar
sjaldnast verið fœrt í orð, en það stendur að baki áliti margra Is-
lendinga á breyttri stöðu landsins í heiminum. Það er eins og þeir
haldi, að greiðar samgöngur við útlönd muni fœra okkur, að því er
TlMARITIÐ VAKI
3