Vaki - 01.09.1952, Page 7
ónógt séj en engínn má halda að fjárstyrlcir einir tryggi framhald
íslenzkrar menningar. Undirrituðum virðist, sem menntamenn geti
sjálfir ráðið þar úrslitum. Þeir verða að gera kröfur til sjálfra sín,
um starfsvöndun, til valdhafa um styrk, til almennings um skilning
og samvinnu. En fyrst og fremst kröfur til sjálfra sín. Þeir þurfa
öðrum fremur að skilja umhverfi sitt og allar aðstæður í starfi sínu.
Nútíminn býður þeim á sumum sviðum meiri fjötra en öðrum kyn-
slóðum var boðið, en einnig fleiri tœkifæri —
vegur er undir
og vegur er yfir,
vegur á alla vegu.
Eins og sá sem stendur á vegamótum verðum við að velja. Fyrst
aðeins um tvennt: Standa aðgerðarlausir eða halda inn á einhvern
veginn. Margir íslenzkir menntamenn hafa valið síðari kostinn. Það
er allra Islendinga að veita þeim brautargengi og þetta rit mun leit-
ast við að létta undir viðleitni þeirra. Það vill einkum beina orðum
sínum til ungra íslendinga og hvetja þá til að lita á innlendan menn-
ingararf og hið erlenda svið í Ijósi núverandi aðstæðna. Höldum eftir
veginum, að vegarnesti eigum við ágœt fordœmi úr islenzkri sögu,
láturn okkur vera kappsmál að reynast ekki verrfeðrungar, en sækja
fram og skapa ný verðmæti, þá er koma saman erlend áhrif og ís-
lenzkur kjarni.
RITSTJÓRN.
TlMARITIÐ VAKI
5