Vaki - 01.09.1952, Side 12

Vaki - 01.09.1952, Side 12
GRÍSK LIST: Krjúpandi Venus, marmaramynd frá Sikiley. framliðinna sálna né þjónustu við alvald- an konung að tilgangi listar sinnar. Verk- inu sjálfu var skipað á miklu œðra bekk en áður. Listaverkið varð miklu frjálsara af þeim klafa, sem þjóðfélagið batt það á hjá Egyptum. Vegna þessa hlaut listaverkið meira og meira gildi í sjálfu sér. Krafan um fegurð varð œðsta krafa sem gerð var til listarinnar. Grikkir sáu fegurðina í guðum sínum og náttúrunni. Þeir álitu hina ytri fegurð vera sem endurskin œðri fegurðar eða innri og hlutverk listarinnar að nálgast hana. Grísk myndlist sœkir því hugsun sína annars vegar til ytri myndar hlutanna í því skyni að birta hina hœrri fegurð, hins vegar til þeirrar hugmyndar um fullkomn- un sem Grikkir gerðu sér, en það er hið fullkomna samrœmi. Aristóteles lýsir eiginleikum þessa sam- rœmis svo: ,,Æðstu eigindir hins fagra eru regla, hlutfall og takmörkun." Þótt ekki séu til skoðanir listamannanna sjálfra, þegar hér er komið sögu, vill svo vel til, að við getum vitnað í ummœli þeirra manna er í hugsun sinni voru kvika grískr- ar menningar, en það eru heimspeking- arnir grísku. Platon og Aristóteles álitu að tilgangur myndlista vœri að líkja eftir. Listin líkti eftir náttúrunni, en að sögn þeirra er það ekki ytra borð hennar eitt heldur fyrst og fremst einhver innri veruleiki eða kjarni, hugmynd eða idea sem ytri veruleikinn er aðeins endurskin af. Nú skulum við skyggnast inn í heim þeirrar menningar, sem nœst fer á eftir og kennd er við Byzans, höfuðborg ríkis- ins sem hún átti upptök sín í. List þessarar menningar er sprottin upp af þrem rótum: austurlenzkum menningaráhrifum, hinni grísk-rómversku fornaldarmenningu og kristinni hugsun. Listin verður nánar tengd ríki og trú, tilgangur hennar er að sýna dýrð himnanna og varanleik miðað við hverfult jarðlífið. Sjón listamannsins beindist því burt frá náttúrunni og að eigin hugarheimi, eða þeim heimi sem kirkjan þrýsti í hug honum. Sýn listamanns- ins er því framar öllu trúarleg. Samhliða því birtir listin einnig vald hins kristna keisara, umboðsmanns himinsins á jörð- inni. En er þessu valdi hnignar, fœrist mynd þess yfir á trúarlegan umboðsmann himinsins, œðsta mann kirkjunnar, páf- ann. Upp úr þessum heimi og í andstöðu við hann vaxa ný listviðhorf, sem hlotið hafa nafnið renisans, og má telja að ríki þeirra standi að vissu leyti allt til loka nítjándu aldar. Menn tóku að snúa œ meir bakinu við hinni abströktu himnaspeki, sneru sér frekar að jörðinni sjálfri og uppgötvuðu undur hennar hvert á fœtur öðru, en þeim hafði byzanska listin engan gaum gefið. Er náttúran hafði verið uppgötvuð hlaut maðurinn sjálfur, herra herlnar, TlMARITIÐ VAKI 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.