Vaki - 01.09.1952, Síða 18
Deyrolle: Málverk.
unnar á hverjum tíma. 1 dag birtist hún
í deilum manna um gildi abstraktrar listar
gagnvart realismanum. Frá sjónarmiði vís-
indanna er ekkert til að skera úr um hvor
afstaðan sé „réttari''. Hins vegar eru öfgar
til beggja handa til tjóns.
Leit málarans að sjálfum sér er í raun-
inni ekki annað en vœgðarlaus tilraun til
þess að marka vitund sinni stöðu gagn-
vart ytri heimi og innri, og hún birtist í
verki hans sem togstreita milli eigin frum-
leiks og aldarfars. Staðan ákvarðast ekki
í eitt skipti fyrir öll heldur er leitin að
henni lifandi þáttur í öllu verki hans, kall-
ar á hann í hvert skipti sem hann snertir
við pensli. Listamaðurinn er hvort tveggja
í senn, spegill aldarinnar og spegilmynd,
hann baeði tekur við og tjáir.
Veigamesti þáttur mannsins sem burðar-
áss listarinnar er meðvitund hans af innra
lífi sínu. Meðvitundin gerir honum kleift
að skapa og tjá. Svo virðist sem hún geti
tekið við nœringu frá einhverjum dular-
fullum lindum, sem eru að vissu leyti upp-
spretta eða aflgjafi allra lista. Við höfum
engin tök á að skilgreina það nánar að
Braque: Uppstilling.
svo komnu máli. Okkur grunar það að-
eins, og stundum þykjumst við viss um
það. Þessi andblœr að innan hefur verið
kallaður mörgum nöfnum, innblástur, hug-
sœi, hugdettur og annað fleira. Eitt er víst,
að á stundum verður listamaðurinn fyrir
einhverri óvenjulegri innri gleði sem gerir
honum fcert að ná miklum árangri í starfi
og knýr hann til verks ef hann er óvirkur.
II.
Náttúran, það er landið, hlutirnir, fólkið,
allt lifandi og dautt, er varpar ljósi og lit
út í rúmið: Landið og áhrif þess einsog
málarinn hefur drukkið þau í sig frá fœð-
ingu, lifað það, litur þess, þúsund blœ-
brigði, form þess nakin eða klœdd, duttl-
ungar ljóssins, hús, garðar, stígir, strœti,
harðgerr gróður, eirðarlaust skýjaflakk,
blá fjöll, blá strönd, blátt haf. Náttúran
öll mótar sjón málarans án miskunnar,
litar vitund hans, stimplar hann. Hœtt er
við að slái feyskju í skapgerðina, ef
tengslin við náttúruna slitna, jafnvel visn-
un vís. Náttúran er hinn mikli aflgjafi
Hún örvar til dáða, án afláts veitir hún
sýnum inn í hugarheim hans. Hún er móð-
ir í þeim skilningi að hún nœrir hann.
III.
Verkið er úrslitaþáttur í viðfangsefni
okkar jafnt sem í vinnu listamannsins. Það
TlMARITIÐ VAKI
16