Vaki - 01.09.1952, Page 19
Gunnlaugur Scheving: Menn í bát.
RENISANS: Titian, Kristur borinn til grafar.
ákvarðar hvort allar hinar svífandi hug-
myndir. okkar eigi sér nokkúrn stað. Það
reynir gildi þeirra. Þœr hugmyndir sem
engin varanleg, sjáanleg mörk setja á
verkið eru einskis virði. Og lítum nánar á
þennan brennipunkt rannsóknar okkar.
Staða verksins er einhvers staðar mitt
á milli manns og náttúru. Og í hina rönd-
ina er verkið, eins og áður er sagt, út-
varp vitundar mannsins sem áhrifin brenn-
ast í líkt og sýra í zink. Hinn yfirgnœfandi
veruleiki fyrir hvern listamann er nauð-
syn hans að gefa hverri skynjun sinni hceli
í efninu. Þar mcetir hún fyrst mótstöðu.
Listin að mála er að þekkja þœr leiðir
sem sýna bezt hvernig við fáum sigrað
mótstöðuna, hvernig við kúgum efnið til
aðlögunar við sýn okkar. Leiðin, það
er í einu orði tœkni málarans. Fyrir okk-
ur liggur að sýna fram á hversu þf ssi
œvintýralega starfsemi fer fram, hvers eðl-
is h,ún er, hvaða stefnu hún tekur og hver
stig hennar eru.
Það er augljóst af því sem fyrr er komið
að mjög er varasamt að rugla saman nátt-
úru qg mynd. Líkindin á milli þeirra verða
aldrei önnur en þau sem eru milli skugg-
ans og;þess sem varpar honum. Málverk
er ekki náttúra, heldur annað og nýtt fyr-
irbœri.
Þegar við stöndum andspcenis málverki
sjáum við að það er fyrst efni, massi á
striga, í annan stað form og litur og í
TlMARITIÐ VAKI
Monchablon: Victor Hugo.
Courbet: Báran.