Vaki - 01.09.1952, Side 24

Vaki - 01.09.1952, Side 24
í upphafi máls, listásögunnar. Lítum stutt- lega yfir þróun hennar um síðustu fimm- tíu til sextíu ár. Því miður getur það ekk.i orðið nema snöggt yfirlit, eða réttara sagt tilraun til skýringar á inntaki hennar, við- leitni til endurmats á henni. Vitanlega verður þetta ágrip langt frá því að vera nákvœm saga hennar, hvert skeið henn- ar á sér miklu fjölskrúðugri mynd en hin snubbótta lýsing hér á eftir dregur upp. Þeir listamenn, sem stuðlað hafa að þró- un þessa tímabils, eru uppistaða þessarar sögu. Þótt þeir hafi oft unnið að framgangi ákveðinnar stefnu, hafa þeir víða lagt inn á eigin frumlegar brautir, og þeir hafa jafnan nýtt það sem hreyfingarnar höfðu fram að fœra til þess að koma persónu- legri sýn sinni sem bezt á vitorð mann- anna. Nítjánda öldin er sögulegur bakgrunn- ur nútímalistar. Hugmyndir hennar mynda þann jarðveg, er list tuttugustu aldar er sprottin úr. Það má öðrum þrœði líta á nítjándu öldina sem lokaskeið tímabils- ins, sem hófst með renisansinum suður á Italíu á þrettándu og fjórtándu öld. Hún er eins og öll list hnignunarskeiða bœði öfgafull og úrkynjuð. Göfugustu form tímabilsins eru að mestu horfin. Einkunn- arorð hennar, sem lengi eimir eftir af fram eftir tuttugustu öld og eiga enn und- arlegan hljómgrunn, eru skilyrðislaus hlýðni við form náttúrunnar og þó eink- um aldagamla hleypidóma um hvernig eigi að mála mynd, þar sem hlutverk mannsins er rýrt til hins ýtrasta, þannig að við liggur að hann sé ekki annað en fremur ómerkilegt stœlitceki. Hins vegar leystu vísindin þessa viðleitni af hólmi, er þau fundu upp ljósmyndavélina og gjör- breyttu þannig afstöðu listamannsins til listarinnar. List nítjándu aldarinnar lagði aðaláherzlu á hlýðni við form og liti eins og þau birtust sjónhimnunni. Frjáls með- ferð á eigindum málverksins til þess að skapa samrœmi komst ekki að. Menn voru flestir svo önnum kafnir við að mœla rétt, að þeim gleymdist alveg hinir duldu og seiðmögnuðu kraftar sem blunduðu í manninum og málverkinu. Þeir gleymdu því sem skiptir mestu máli, listinni sjálfri. Nokkrir snillingar reyndu að bjarga því sem bjargað varð, halda merkjum hinn- ar hefðbundnu málaralistar á lofti, en það varð einmitt til þess að flestar reglur henn- ar hrukku fyrir borð til fulls. Hins vegar beindu sumir þeirra arftökum sínum inn á nýjar brautir. Til dœmis má taka við- IMPRESSIONISMI: Mone!, Enska þinghúsiS. leitni Delacroix til að' hressa upp á lita- spjald sitt og ástríðuþrungna dýrkun Ingres á línunni sem slíkri. Til þess að skapa list þarf ákveðna spennu. Þenslan í listhugsun nítjándu ald- ar hafði slaknað. Andrúmsloft hennar skorti rafmagn. I leit sinni að andstœðum sem skapi spennu sóttu brautryðjendur hinnar nýju listar i gagnstœða átt við fyrirrennara sína. Það fór ekki hjá því, að þeir snerust í móti hinum öldnu kenni- setningum um dýrkun náttúrunnar en leit- uðu inn á svið málverksins sjálfs, að möguleikum þess, og faeru að kanna innri heim mannsins. Nútímalistin sem var i upphafi tœknileg bylting náði brátt til allra þátta myndlistarinnar. Saga hennar TlMARITIÐ VAKI 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.