Vaki - 01.09.1952, Page 29

Vaki - 01.09.1952, Page 29
arinn sýnir frekar þá mynd mannsins, sem snýr að innri ásýnd hans. Og hann gefur meira svigrúm en áður ýmsum sammann- legum eiginleikum, sem enga svipaða framrás fengu fyrrum, svo sem hreinni og hiklausri tilfinningu fyrir formi og lit og beinir þannig athyglinni, með efnið sem aflvaka, að andlegum hrœringum sálar- lífsins. Slíkt er engan veginn hœgt að nefna flótta frá manninum, þótt sumir vilji kalla svo, nútímalistin og málarinn leggja þvert á móti aðaláherzlu á hann. Hann er upphafið í myndlist, miðdepillinn, til hans og frá honum berast öll áhrif. Mis- skilningurinn stafar af því, að málarar hennar eða talsmenn hafa fundið nýjan mann sem ekki hafði verið mœlt við fyrr. Til eru tveir mcelistokkar, annar stund- legur, hinn varanlegur. Nútímalist leitast við að nota hinn varanlega. öll sönn list beitir honum. Það er kannski ein skýring- in á óvinsœldum nútímalistar. Þeir sem beita hinum fyrri leggja stund á hvers- dagslegar og lágkúrulegar tilfinningar, yfirborðskenndar skynjanir, sneyddar raunhœfu inntaki. Þeir láta sér nœgja að njóta verksins áreynslulaust, en kjósa samt það hafi svo mikið sveifluafl að það geti valdið fiðringi í augnfrumunum. Þeir sem nota hinn varanlega kvarðann reyna að sjá gegrium hversdagshjúpinn. Þeir leitast við að brjótast inn að kjarnanum, því sem skiptir máli. Þeir skoða eins og undrandi börn, þar sem allt er nýtt og óvœnt, allt að vinna, leggja áherzlu á sköpunarmátt mannsins, umboð hans á jörðinni. II. Enda þótt maðurinn skipi öndvegi í hug- myndafrœði nútímamálara, er langt frá því að þeir afneiti náttúrunni eða valdi hennar. Hugur þeirra á þvert á móti styrk- ar rœtur í frjórri mold hennar. Hœtt er við að hann veslist upp, ef tengslin við hana slitna. Hins vegar er krafa málarans að taka ekki við áhrifum hennar ómeltum. Málarinn skoðar náttúruna með öðrum hœtti í dag en gert var fram til þessa. Á sama hátt og hann hefur öðlazt nýjan kvarða á manninn, heifur hann öðlazt nýjan kvarða á náttúruna. Á sama hátt og menn álitu nútímalistina hafna mann- inum, héldu menn hana hafna náttúrunni. Misskilningur sá stafar af því, að þeir á- líta breytingu á sjónvídd, focus, sama og flótta og afneitun. Nœrsýnn maður sér illa frá sér, en hann sér enn verr ef hann setur upp fjarsýnisgler. Ef við skoðum náttúruna gegnum verk nútímans, skiptir höfuðmáli að beita réttri sjón. Fyrir hið innra auga, sem vaknað hefur í hinum unga málara sér hann margt sem enginn gaf gaum áður. Við nœrgöngult augnatil- lit sér hann inn í börkinn á bol trjánna, hugur hans er skyndilega horfinn innan um óendanlega tilbreytingarrík form og blcebrigði, haf að sigla á í leit nýrra landa. Tréð, þessi góðviður til bygginga og nota, hefur leystst upp, er ekki lengur til. Hann stendur að kvöldi niður við sjó eða vatn, og bíður þess að bylgjufallið sé orðið nœgilega mjúkt til þess að ljósið sem eftir er í hvolfinu geti leikið við það. Hann sér þá að ljósglitið, sem hvað mest hreif óvön augu, hverfur. I stað þess upp- götvar hann þúsundir forma eins og reik- ular hugsanir í fœðingu eða dauða. Gangi hann eftir malbikuðu strœti, tekur hann skyndilega eftir því einn góðan veðurdag að gatan hefur breytzt. Það opnast fyrir honum nýir heimar. I fyrstu svíður hann í iljarnar við götuna, en áður en hann veit af hefur hann svifið inn á nýtt svið. Brotin í malbikinu verða vinir hans, ristarnar öðlast andlit, og skýjaðar myndir þess draga hann langar leiðir. Gatan og hann verða eitt. I stórborg er slík vinátta lífœð hans. Náttúran er ekki framar eitthvað ó- TÍMARITIÐ VAKI 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.