Vaki - 01.09.1952, Page 50

Vaki - 01.09.1952, Page 50
Form trésins vekja orð til lífs í mér: uppréttur maður! Eina lausnin, sem getur frelsað ljóðið undan þrœlkuninni. Skapaðu aftur í mynd hins upprétta manns. Finndu manninn, sem týndist. Bið Að skrifa ljóð er ekkert, að bíða eftir því: allt. Delacroix segir í dagbók sinni, að stálhjarta þurfi til að fullgera mynd. Skáldið þarf stálhjarta til að bíða eftir Ijóðinu. Eg held það komi ekki að haldi að skrifa mikið, eins og málarinn getur sökkt sér nið- ur í ótal frumteikningar, þar sem hann kannar náttúruna augliti til auglitis við hana, og auðgar með því sjálfan sig og eykur vald sitt yfir tcekninni. Skáldið, sem skrifar mikið í þeirri von, að eitt ljóð af mörgum heppnist um síðir, á ekki einungis á hœttu að verða auvirðilegur, sköpunarhvöt hans er þegar orðin það. Undirbúningsvinnan, sem krefst alls af honum, er aldrei unnin á pappírnum, heldur í honum sjálfum, í lífi hans. Meðal þeirra þúsund radda, sem hann heyrir í kringum sig, og heimta hljóð, verður hann að velja, og réttlœta valið með lífi sínu. Að öðrum kosti getur hann að vísu skap- að ljóð, en ekki skáldskap. Eg skrifaði hjá mér nokkrar línur í gcer: Eg hef gert brjóst mitt að reiðubúnu bergmáli, sál mína að hreiðri þolinmœðinnar. Það er nákvœm skýrsla um vinnu mína þetta langa sumar. Eg hef reynt að herða mig í þolinmœði, og ekki ginið við hinum mörgu eggjunum, sem maður heldur svo oft að séu innblástur, þó þœr séu að- eins dulbúningur hins hégómlega vilja til að framleiða eitthvað. Ef þú ert nógu þolinmóður, ef þú þorir að bíða nógu lengi þögull, mun renna upp sá dagur, að allar raddir fylla brjóst þitt. Það er leiðin til einlcegninnar. Ef ljóðið útvelur þig ekki, var öll fyrirhöfn þín árangurslaus. Hafðu ekki hátt. Ljóð- ið er aðeins þögn. Hvílíkan aga verðum við þá að gangast undir, þegar hátterni okkar hvern dag, sérhver athöfn okkar móta ljóð okkar. Þau verða ekki gerð af bókstöfum, heldur lífi. * * Eg minntist á athafnir. Þú bendir á, að mjög mikil skáld voru veiklunduð utan skáldskaparins, stundum afbrotamenn, oftast gerðir af hinum brothcettasta leir. Eg á ekki við siðferðisgildi athafnarinnar, sem ekki kemur ljóðinu. við, heldur einlœgni hennar. Kröftug, heilbrigð synd, sem þú lagðir þig allan í, á meiri sannleik og frjó- magn en hálfvelgjugceði. Leitastu ekki við að verða góður, það er hroki, en reyndu að vera sannur. Ljóðið leitar aðeins þess, sem er sannur, hvort sem hann dvelst í upp- hceðum eða niðri í gróminu. Það gistir aðeins látlausa staði. Ekkert gerði lífið þess vert að lifa því, nema ástin og þœr stundir, þegar skáld- skapurinn steig niður til þín. Skáldskapurinn spyr ekki um verðleika þína, heldur hvort þú elskar hann. Það er talað um að menn séu skáld af guðs náð. Hvílík vizka í einu orðatiltœki og hvílík hógvœrð. Þú getur gortað af öllu því fánýta og lítilvcega, sem þú hefur fram- kvœmt, gagnvart því höfuðatriði, ertu þögull. Það bar þér að höndum án þess þú vissir ástœðuna til þess. Verð ljóðsins var þolinmceði, endalaus veikleiki, sem þú varðst að þola. TlMARITIÐ VAKI 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.