Vaki - 01.09.1952, Page 51

Vaki - 01.09.1952, Page 51
Öskaðu þess ekki að þekkja veikleika hinna sterku, bcenir hinna útvöldu um að verða aítur útvaldir, eyðileik hinna víðfeðmu, skrœlnun hinna gróðursœlu. Öskaðu þess ekki að vita, hvernig þeir sárbœndu um að fœra sér frœ. Enginn var — í sjálfum sér. Allir báðu þeir um að komið vœri ti! þeirra. Samtalið Sérhvert verk andans er að djúpum skilningi samtal. Hví skyldir þú skrifa, ef þú leitaðir ekki einhvers, sem reynir að sleppa frá þér, og þú vilt ná og halda. Þú ert sendur af stað með hvöt til að skilja, í þér býr grunur um tign og fullkomnun, sem þú vilt sameinast, og nú leitar þú þeirra. Þú hrópar til þeirra. Þú verður að gera heim þinn háan, svo þœr komist þar fyrir. En einnig djúpan, og í djúpinu fjarlcegist þú þœr. Án sannleika engin fullkomnun. Það er þversögn skáldskaparins, sem aldrei verður leyst, að hann lifir í sannleika í hinni sárustu raun ófullkomnunarinnar, sem skelfir þig. Og er samt sífelld viðleitni til fullkomnunar. Þessvegna hvíslar rödd þjáninganna alltaf dýpst í gleði hans. Einn fœrð þú ekki inngöngu til fullkomnunarinnar. Þú verður að vera samferða tilveru þinni og annarra í öllum möguleikum hennar, jafnvel þeim hrceðilegustu. Þess- vegna kallar skáldskapurinn úr djúpinu. Hann er landrcekur og dœmdur. Og samt gefur hann hið lýsandi svar fullkomnunarinnar. Þetta samtal, þessi viðrceða milli afla andans og sálarinnar, sem í einu vilja lyfta sér upp í skíra heiðríkju, þar sem eru bústaðir hins upphafna og sökkva sér niður í neðstu djúp mannsins, þar sem efinn um köllun okkar nœr valdi yfir þeim, verður að gagntaka sérhvem hluta ljóðs þíns. Sérhvert tré, sérhver steinn, sérhvert fugls- garg i ljóðinu verður að vera spurning og svar. Þú skalt forðast hverskonar útflúr. Þú skalt ekki skreyta ljóð þitt. Raddir þess munu aðeins lifa til þess að tjá. Það, sem hrífur þig í kvceði þínu, er ekki hlutirnir í því. Ekki þetta tré, þessi sólarupprás, þetta andlit, sem ljósið skein snöggvast á. heldur það, sem þeir merkja. I kvceðinu hcettu þeir að vera áþreifanlega til. Þeir urðu tákn, sem spurningar og svör léku um. Þegar þeir tóku sem tákn þátt í baráttu þinni við gáturnar sem umkringja þig, viðrœðu þinni við þcer, sem aldrei hcettir, þá varð ljóðið til en fyrr ekki. Að yrkja er að láta hlutina varða mennina, gefa þeim þátttöku í heimi hugmyndanna. Þeir urðu vitni þín. Þeir heyja baráttu þína. Þeir spyrja, og þeir svara. Þeir lifa eða deyja með þér. Hlutirnir mega aldrei vera tákn skoðana og sjónarmiða heldur þinna meðfceddu hugmynda. Spurningar og svör verða að koma frá djúpi persónuleikans. Þegar ég segi meðfœddar hugmyndir. á ég við, hverrar tegundar hugmyndin er, en ekki hve gömul hún er. Ég á við þcer, sem eiga sér rcetur inni fyrir, þar sem þú ert fceðing. Þcer urðu til í þér. Þcer urðu þinn veruleiki. í þeim hefur þú reynt víðáttu og markmið tilverunnar. Samtalið í kvœðinu, þess sannasta líf, er alltaf samtal um vídd. Ef til vill ert þú opinn. Þú ert aldrei nógu opinn. TlMARITIÐ VAKI 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.