Vaki - 01.09.1952, Síða 54

Vaki - 01.09.1952, Síða 54
hœgt er að tala um lifandi stefnu, því að með henni er alltaf eitthvað meira en hún sjálf. Fyrst þegar hún varð vani gerðir þú uppreisn. f fangelsi vanans brýtur þú niður múrana sem loka þig frá lífinu. Ekkert varð ófullnœgjandi, sem ekki var orðið vani. Reynslan, sem nugmyndirnar ná ekki yfir, gerir þœr vanabundnar. Barátta þín má aldrei taka enda. Meðan þú svafst í nótt, gerðist það, sem neyðir þig til nýrrar prófunar og breytingar, og gefur þig fortíðinni ella. Hver sekúnda er þér annað- hvort þroski eða eyðing. Eg heimsótti einn af okkar realistisku málurum skömmu fyrir dauða hans. I vinnu- stofu hans hafði verið höggvin mjó rifa frá gólfi til lofts við hliðina á dyrunum. Ég spurði hann, til hvers hann hefði látið brjóta þessa rifu í múrinn. Hann hafði aert það til þess að koma síðustu stóru lands2agsmyndunum inn og út úr vinnustofu sinni. Þœr voru of stórar til að komast út um dyrnar. Er árin liðu hafði realismi hans dregið hann uppi. Hvar átti hann að finna mynd- inni takmark, þegar náttúran og hennar sannleikur endar ekki? Hann valdi þann kostinn að mála stœrri myndir. Stœrri og stœrri urðu akrarnir í myndum hans. Hann var kominn að því að gleyma, að realismi í list getur aldrei verið annað en viðleitni. Nú málaði hann í fangelsi vanans. Hann spurði ekki framar. Það sem þú vildir sízt af öllu gleyma, þú sjálfur og ljóð þitt: liggur við að þú gleymir því. Það sem þú þráir af öllu þínu lífi að gleyma, það sem þú heldur að þú getir ekki lifað ásamt: líf þitt liggur við að þú haldir í það. I gleymskunni, þar sem spurning og svar er ekki lengur til, eyðirðu sjálfum þér. Þú lœstir þér fyrir einhverju, sem skelfdi þig. En það er til gleymska, sem er opin, sem umlykur einnig það hrœðilega. Háttur til að sjá. Þú verður að hcetta að aðgreina líf og ólíf. Það er aðeins líf. Sá talar fyrir framtíðina, sem túlkar einmitt þá reynslu, sem þú þráir að geta gleymt. Það sem' sker úr er ekki frumleiki skáldskapartœkninnar eða óvœnt nýjung, heldur reynsla þess, sem þú fólst þeim að tjá. Það sem ríður baggamuninn er aðeins sam- tal ljóðsins. Engin tcekni í máli er endingargóð, hin mesta mœlska getur ekki bjarg- að þér. Allt veltur á þolinu og hugrekkinu bak hœfileika þinna. Ef við höfum einu sinni opnað augun, þorum við aldrei að loka þeim aftur, segir Reverdy. Tvcer raddir tala í öllum sönnum skáldskap, rödd þín og hins ótakmarkaða, sem þér er fengið. Þeir sem biðu lcegra hlut í baráttunni, þeir sem urðu vitfirringu að bráð eins og Flölderlin, eins og Fröding, þeir sem bitu af sér tunguna eins og Rimbaud, eiga sérstakt tignarsœti í vitund okkar. Þeir fórust í samtalinu. Þeir létu aldrei undan síga. Hugrekki þeirra er okkur hvatning. o o ° (Or þessum kafla var felld ein blaðsíða, sem fjallar einkum um Nis Petersen, en ekki var búizt við að höfðaði til íslenzkra lesenda.) TfMARITIÐ VAKI 52 Sigfús Daðason íslenzkaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.