Vaki - 01.09.1952, Page 65
eldsins, gamli maðurinn reykir hljóð-
lega pípu sína, mjúkir skuggar á veggn-
um.
Þegar Tom Joad kemur heim úr fang-
elsinu eftir sjö ára hegningu fyrir mann-
dráp, reynir móðir hans áköf að finna,
hvort reynslan hefur gert 'hann bitran,
og Steinbeck segir:*) „Nú horfði hún
beint framan í hann með munninn op-
inn, til að heyra betur, og hvessti augun
eins og til að skynja betur. Allt andlit
*) Þýð. Stefán Bjarman.
hennar í leit að svari því, sem tungan
jafnan leynir.“ Hún er að leita svarsins
í andliti hans, ekki því sem hann segir,
því orðin dylja alltaf sannleikann. Þetta
er hið sanna eðli kvikmyndalistar. Opin-
berun sannleikans innan frá án orða.
Hún vísar áhorfandanum inn í hug per-
sónunnar, kemur honum í beint sam-
band við tilfinningar þeirra, án þeirra
hjálparmeðala, sem leiksviðið, ballett-
inn, operan eða skáldsagan hafa yfir að
ráða.
Þ. H. íslenzkaði.
TlMARITIÐ VAKI
63