Vaki - 01.09.1952, Side 72

Vaki - 01.09.1952, Side 72
ama lians, þróttmiklum hreyfingum og mjúkum limaburði. Skyldi mr. Bumbo langa til að vera svona? ha, ha, þetta spikaða kjötflykki. Hann er vakinn af dvala sínum af léttu höggi á öxlina. Hæ, svona, ertu hættur að drekka? Súptu, kvikindið þitt, eða ég skal gefa þér nokkát. Þú skalt ekki þykjast vera að drekka heiðarlega menn undir borð hér og svíkjast svo um. Hana, súptu, hænuhaus. Gestur tekur við glasinu og drekkur gúlsopa, því að niður skal það. Hérna, heldur þú að ég geti ekki sopið þetta gutl þitt, reynir hann að vöðla út úr sér borginmannlega. Huh, skelltu þá glundrinu í þig, glæpahundurinn þinn. Gestur horfir á hinn feita, stóra mann fyrir framan sig. I rauninni er hann ekki hræddur við hann, einhversstaðar í hugskoti sínu man hann að hann á að vorkenna honum, og sú óljósa minning veldur hegðun hans. 1 krafti síns víðáttu- mikla holdarfars hefur Mr. Bumbo tamið sér yfirlætisfulla framkomu og hún eykst um allan helming við drykkju. Til þess að forðast árekstur ber Gestur glasið upp að vörunum. Taktu út, skepna. Gestur gýtur hægt augunum á Sigga. Þægilegra að vera dauður og láta fara vel um sig. Það aðeins rétt umlar í Pelanum. Með þrautum tæmir hann glasið og réttir Mr. Bumbo það aftur. Sko slydduna, segir hann hlæjandi og slettir lögginni í Gest. Það fer mest utan hjá. Ekki að fara að slást, reyna að liggja kyrr, hugsar hann og svæfir raddir reiðinnar. Þegar athöfninni er lokið kjakar Mister Bumbo frá ræflunum í legu- bekknum og hlassar sér niður í stól, fer að róta í plötubunkanum. Edjótar, ætlið þið hefðuð ekki gott af að heyra eina villta vögguvísu. Louis Armstrong syngur, hrjúft, á milli þess sem hann þeytir trompetið í djöfulmóð. Ætli mamma ykkar hafi sungið svona fallega yfir ykkur þegar þið suguð pelann? Svo hristist hann af hlátri og grætur svo tárin rúlla niður feitar kinnar hans. Hann veifar handleggjunum, berum og hlussulegum í takt við jazzinn. Gestur sér skugga þjóta um herbergið. Hann er ekki dauður enn. Skuggarnir æða um her- bergið, loftið og veggina. Jazzinn dunar, honum er farið að líða illa. Þessi sýn, hlæjandi, spikfeitur maðurinn er veifar holdugum höndunum og hlær og grætur, brennir sig í hug hans. Hún minnir hann á austurlenzka guðamynd af margarma ófreskju, sem baðaði út höndunum í grænu skini. Platan er búin og nálin hjakkar. Ræflar, væri ekki bezt að reyna að lífga ykkur upp með Spike Jones, hunda- klyfberar. Þið drepizt af fáeinum dropum. Hann setur plötuna á og tónlistin byrjar. Samansafn af ógurlegum hljóðum, bílflaut, kýrbaul, í’op og rokur, klúrír hljómar, ómstirðir og ærandi. Mr. Bumbo færist í aukana í stólnum og hossast og hlær og baðar út öllum öngum. 1 djöful- æðinu fer að bresta í stólnum, ein löppin gefur sig og stóllinn veltur. Mr. Bumbo skellur á sitjandann á gólfið og er hættur að hlæja og hallast upp að stólskrifl- inu. Spike glymur enn. Ur legubekknum heyrist máttvana hlátur. TlMARITIÐ VAKI 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.