Vaki - 01.09.1952, Page 101

Vaki - 01.09.1952, Page 101
ingja í víti. Á móti heilagri þrenningu vegur hinn þríhöfða djöfull, tákn hat- urs, fávizku og vanmættis; hin heilögu sakrament vega á móti sakramentum hinna útskúfuðu. Og þannig á Macbeth sér andstæðing þar sem er Malcolm. Frelsari landsins. Að lokum fellur hið illa um sjálft sig. Engin leið liggur milli hreinsunarelds og helvítis í líkingu við veginn milli hreinsunarelds og himna- ríkis. 1 stað Macbeths kemur Malcolm og í fyrsta sinn eftir komu Duncans til Invernesskastala berst ferskt loft og birta yfir sviðið. Lögum er komið á og góðri skipan, en hún fæst aðeins fyrir miklar þjáningar. Shakespeare hefur farið um helvíti og séð það réttum aug- um. Skynsemin kemur honum til að rannsaka meginþætti lífsins: ástríðuna í Othello, siðferðið í Macbeth. 1 Hamlet. og Macbeth kemst hann að ólíkum nið- urstöðum. I Hamlet vinnur athöfnin sjálfa sig í neind, hún tærist upp og engin frelsun kemur í stað hennar: Fort- inbras tekur við ríkjum af tilviljun. Malcolm er hinn smurði konungur, Kristur, og konungur kemur í ríki sitt. Dante lauk helvítissýninni með sömu ályktun og byrjar á því að vega Krist og Djöful: „E sei sotto l’emisfero giunto che e opposto a quel, che la gran secca coverchia, e sotto il cui colmo consunto fu l’umano che nacque e visse senza pecca.“ Eða: Og þér eruð staddir undir hvelf- ingunni, gegnt staðnum sem grúfir yfir hinni miklu gjá, undir hápunkti hvelf- ingarinnar var sá maður getinn er fædd- ist og lifði syndlausu lífi. Neind d.jöfulsins sem byggir tómið, „il luogo voto,“ virðist víkja fyrir Ivristi, hinum syndlausa. Og Dante lofar von líkt og Shakespeare. Macbeth lýkur með komu lausnarans og sigri frelsaðra yfir dæmdum. Það er hinzta orrustan að hætti Opinberunarbólcar; Shakespeare hefur ekki komizt nógu langt á leiðinni til hreinsunareldsins, þar sem menn sigrast sjálfir á syndum og verða hrein- ir. Dante er einnig í helvíti, enn sem komið er. Engin hreinsun hefur orðið, en vonin lifir. Eins og' orrusta Malcolms er sigurinn yfir helvíti ekki auðunninn: „Lo duca ed io per quel cammino ascoso enlrammo a ritornar nel chiaro mondo; e senza cura aver d'alcun riposo Salemmo su.“ Eða: Leiðsögumaðurinn og ég snerum við á hinni erfiðu leið og héldum aftur til hinna björtu heima og klifum bratt- ann án þess að skeyta um hvíld. En von- in lifir og: „E quindi uscimmo a riveder le stelle.” Eða: Þaðan gengum við til að líta aftur stjörnurnar (sami óður). Næstu tvö leikrit, Lear konungur og Antoníus og Kleópatra eru leikrit hreinsunarbálsins. Miðaldamenn kenndu að í hreinsunar- eldi skírðist sálin við sársaukann. Dante talar um: „Color che son contenti nel fuoco, perche spenn di venire quando che sia, alle beate gente.” Eða: Þá sem dveljast ánægðir í eldin- um af því að þeir vona að þaðan komi þeir með blessun, hvenær sem það verð- ur. Lear lconungur er merkasta leikrit Shakespeares hvernig sem á er litið. Þar er allur heimurinn á leiksviði. Hann myndar bakgrunn fyrir mannssál sem skírist eftir píslargöngu, geðbilun og þjáningar. Shakespeare hefur leikinn með því að bregða upp mynd, sem hon- um er töm: Skipt land, eða öllu heldur land sem á að deila. Lear er mannsál TlMARITIÐ VAKI 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.