Vaki - 01.09.1952, Page 106
Thór Vilhjálmsson:
FLUGUR
DÆMISAGA ÚR DAGLEGA LlFINU
Það var einu sinni maður sem fékk svo stór eyru á því að hlusta á hljómlist
að þegar hann var á gangi úti í skogi til að heyra fuglana syngja um vor og
ást fóru flugurnar inn í eyrun á honum og suðuðu svo að hann var að missa
vitið.
Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svo í eyru mín?
Af því að þau eru svo stór, sögðu þær. Af því að þau eru svo stór.
Hann fór þá heim og skar af sér eyrun, vafði þeim inn í handklæði og gaf
þau vændiskonum.
En þegar hann gekk um göturnar og heyrði ekki lengur fuglana sóttu flug-
urnar svo í sárin að þau voru brátt svört af flugum sem sugu þar blóð.
Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svona að mér?
Blóð, sögðu þær. Blóð, blóð, blóð.
Hann varð þá brjálaður og fór út í skóg og hengdi sig í trjágrein.
Þá komu flugurnar enn og settust á hræið og átu það upp.
En fuglarnir sem sungið höfðu í skóginum um vor og ást flugu þangað og
átu flugurnar.
Og þegar vændiskonurnar vöfðu handklæðunum utan af gjöfinni og sáu eyr-
un stóru sögðu þær: Jesús minn almáttugur, en þau eyru.
Svo kom maður eftir strætinu, og þær sögðu: Tu vas faire I’amor avec moi,
chérie.
Þær fleygðu eyrunum í skólpræsm og fóru inn á lítið hótel til að elska komu-
mann fyrir 1000 franka. Það tók hérumbil 20 mínútur.
Þegar þær komu aftur út til að bíða næsta manns voru rotturnar búnar að
éta eyrun.
Þá var allt búið og jörðin sökk í sæ.
TlMARITIÐ VAKI
104