Vaki - 01.09.1952, Page 106

Vaki - 01.09.1952, Page 106
Thór Vilhjálmsson: FLUGUR DÆMISAGA ÚR DAGLEGA LlFINU Það var einu sinni maður sem fékk svo stór eyru á því að hlusta á hljómlist að þegar hann var á gangi úti í skogi til að heyra fuglana syngja um vor og ást fóru flugurnar inn í eyrun á honum og suðuðu svo að hann var að missa vitið. Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svo í eyru mín? Af því að þau eru svo stór, sögðu þær. Af því að þau eru svo stór. Hann fór þá heim og skar af sér eyrun, vafði þeim inn í handklæði og gaf þau vændiskonum. En þegar hann gekk um göturnar og heyrði ekki lengur fuglana sóttu flug- urnar svo í sárin að þau voru brátt svört af flugum sem sugu þar blóð. Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svona að mér? Blóð, sögðu þær. Blóð, blóð, blóð. Hann varð þá brjálaður og fór út í skóg og hengdi sig í trjágrein. Þá komu flugurnar enn og settust á hræið og átu það upp. En fuglarnir sem sungið höfðu í skóginum um vor og ást flugu þangað og átu flugurnar. Og þegar vændiskonurnar vöfðu handklæðunum utan af gjöfinni og sáu eyr- un stóru sögðu þær: Jesús minn almáttugur, en þau eyru. Svo kom maður eftir strætinu, og þær sögðu: Tu vas faire I’amor avec moi, chérie. Þær fleygðu eyrunum í skólpræsm og fóru inn á lítið hótel til að elska komu- mann fyrir 1000 franka. Það tók hérumbil 20 mínútur. Þegar þær komu aftur út til að bíða næsta manns voru rotturnar búnar að éta eyrun. Þá var allt búið og jörðin sökk í sæ. TlMARITIÐ VAKI 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.