Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 14

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 14
12 bókmentirnar sem kynlega forngripi og dýrmæta vegna aldurs síns fyrst og fremst, þá kunnum við þar hvorki að meta né njóta. Ekki eigum við að seilast eftir fornu máli, til þess að það verði kátlegt blómskrúð í ræðu okkar og riti, og ekki eiga okkar bókmentir að verða dauf eftirmynd fornra bókmenta. Menningararfurinn á að vera þáttur í lífi okkar, hugsun og menningu allri, þáttur, sem ekki verður rakinn frá öðru því, sem við eigum yfir að ráða. hann á að vera iðgjafi frumleika okkar, efni og andi þess, sem við skö/nim »Mér skapar veröld með einstökum orð- um íslenskuna nú eins og hann gerði forðum« (St. G. St.) Slíkt er gildi málsjns og menningararfsins fyrir skáldið, og skáld eigum við öll að verða á okkar hátt! Þó að líf og menningarlegt sjálfstæði þjóðar okkar sé mjög undir því komið, að hún sé fastheldin á gömul menningarleg verðmæti, sem hún ein á, er mér það ljóst, að hitt varðar miklu meiru, að henni takist altaf að skapa ný og ný verð- mæti bæði handa sjálfri sér og öllu mannkyni — að hún eigi altaf eitthvað ungt, gróandi, handa sjálfri sér og til að gefa. En ekkert mál og engar bókmentir geta haldið menningu okkar síungri og lifandi, nema okkar eigið mál og okkar eigin bókmentir. Erlend mál og erlendar bók- mentir geta að vísu orðið okkur dýrmætur, litríkur auður, en verða okkur aldrei samvaxnar á sama hátt og mál og bókmentir okkar eigin þjóðar. Það er í trú á þenna yngj- andi mátt málsins okkar og bókmentanna, að reynt hefur verið að gera hvorttveggja í sameiningu að þungamiðju bóklegrar kenslu hér í skólanum. Það er sjaldnar talað um tengslin við þjóðlífið og nátt- úruna sem lífsskilyrði þjóðarinnar og þroskaskilyrði hvers einstaks manns, og þess vegna finst mér alt að því þörf á, að eg reyni að skýra, við hvað eg á ineð því. Eg sagði ykkur einu sinni í vetur frá komu minni heim til Einars Jónssonar myndhöggvara heim í Galtafell. Eg reyndi að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.