Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 39
Inngangur að ritgjörðum
Þetta yfirstandandi ár, mun lengi
í minnum haft, sem eitthvert örlaga-
þrungnasta árið í sögu hinnar ís-
lenzku þjóðar. Á komandi sumri.
svo sem kunnugt er, heldur þjóðin
hátíðlegan þúsundasta afmælisdag
Alþingis, sem, í raun og veru er
þúsundasti afmælisdagur hennar
sjálfrar. Vekur atburður þessi al-
menna eftirtekt, ekki eingöngu um
Norðrurlönd og meðal nærskyldra
þjóða, heldur og líka í fjarlægum
heimsálfum, og þar á meðal hér í
Vesturheimi. Þúsund ár eru langur
tími í ævi mannkynsins og slíkir at-
burðir sem þessi næsta fátíðir í
ævi þjóðanna. Þær byltingar fylgja
framstreymi tímans að fæst eða
ekkert af því sem mennirnir reisa
nær svo háum aldri, nema því meir
sé vandað til snn'ðinnar, “gjör með
list ok kunnáttu meiri en aðrar
srníðar,’’ eins og segir um Bifröst,
og mun þó tæplega stoða.
Hér í Vesturheimi eru allar þjóð-
félagsstofnanir ungar, þó flestar
eigi þær all nokkurn aðdraganda í
sögu og framsóknarleit Norðurálfu-
þjóðanna. Þær hafa orðið til í
manna minnum, svo að segja,
sprottið upp á einni nóttu — risið
upp úr sléttunni eins og hyllingar úr
hafi. Ríkisstjórn og löggjafarþing
Bandaríkjanna eru innan við 150
ára aldur; sambandsríkið kana-
diska rúmlega sextugt, og þó eru
fylki og ríki enn yngri. Til dæmis
fullnar Manitoba sextugasta árið á
þessu sumri, Norður Dakota hið
fertugasta og fyrsta og Saskatche-
wan og Alberta hið tuttugasta og
fimta. Vekur það því eigi allsmáa
undrun víðsvegar um álfuna, að ey-
land eitt, á yztu hvörfum Atlanz-
hafsins, er almenningur hefir liaft
ærið ófullkomin kynni af, skuli eiga
þúsund ára gamalt þjóðþing og þús-
und ára gamla löggjafarsögu sér að
baki.
Jafn hliða því sem þetta vekur
undrun mentaþjóðanna, vekur það
og vilja og löngun lijá fræðimönn-
um þeirra, til þess að kynna sér,
ekki eingöngu efni hátíðahaldsins,
heldur og líka verk og starfsemi
þjóðarinnar, er þarna hefir búið og
eignast þvílíka sögu. Heiminum
er svo komið, nú á tímum, að hann
lætur sig hvert það mál varða, er
varpað getur ljósi yfir lýðsstjórnar-
tilraunir og jafnréttis hugsjónir
mannkynsins, frá fyrstu tíð. Og
hann er það sanngjarn, þó margt sé
lionum fundið til foráttu, að hann
fæst ekki um það, þó fámennasta
þjóðin verði til þess, að lialda fyrir
hann á ljósinu.
Prani til þessa tíma hefir þekk-
ingu menntaþjóðanna, á sögu og
staðháttum á íslandi verið mjög á-
bótavant. Það sem um landið og
þjóðina hefir verið sagt og ritað,
hefir verið mörgum fáránlegum
fjarstæðum blandað, svo að þeir sem
það hafa kynt sér, hafa að þeim
lestri loknum, gengið burtu fáfróð-