Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 40
6
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS tSLENDINGA
ari um hvorttveggja en hinir, er
aldrei hafa heyrt landsins getið.
Orsakir til þessa eru margar. Landið
er fjarri öðrum löndum og langt út
af alfara leið. Þjóðin mælir á aðra
tungu en þá, sem algengust er nú á
dögum og hefir haldið menningu
sinni í óslitnu samhengi við forn-
öldina, sem gerist ótíðara með ári
hverju, þó sú viðleitni sé á stökum
stöðum hafin, að sækja styrk til
hinnar eldri menningar meðal þjóða
þeirra, er glæsilegasta eiga forn-
öldina. Þá er mannfæðin einnig
þrándur í götu. Sökum hennar
hafa fjölmennari þjóðirnar eigi átt
hin sömu viðskifta erindi til henn-
ar, sem þær eiga hverjar við aðra,
og hafa því ekki lagt krók á hala
sinn, þangað norður.
Af þekkingarskortinum leiðir
jafnan nokkuð illt. Menn skapa sér
oftast hugboð um það sem menn
ekki þekkja og oft með þeirn ó-
dæmum að hugarsmíðar þessar
verða að hinum ægilegustu hleypi-
dómum, er svo sitja fastir í þeim
og þeir verða tæplega losaðir við.
Gegn engu kennir meiri ótta og
andúðar, en því, er menn ekki
þekkja, og er þá hræðsla þessi
nefnd ýmsuni heitum, svo sem,
sannfæring, stefnufesta, siðferðis-
vitund og enn fleiri nöfnum. Geldur
hræðslu þessarar, jafnt hið góða
sem hið illa, hið gagnlega sem hið
fánýta, er kostur væri á að kynn-
ast. Gengur löngum framfarabar-
áttan í það, að losa hugi manna úr
þessum heijargreipum og kostar það
eigi sjaldan alda langt erfiði.
Sé þetta satt um hversdags efni
er lúta að almennri þekkingu, er það
eigi síður satt um kynni þjóðanna
hvorra af annari. Þær eru tregar til
að láta af fordómum, hver í annarar
garð og kynnast. Skortur á við-
kynningu hefir oft valdið þar margs-
konar vandræðum og böli; milli
stærri þjóðanna stríðum, en hinum
smærri hefir það skapað yfirgang
og ójöfnuð, þar sem aflmeiri þjóð
hefir verið annarsvegar, og oft und-
irokun og afmönnun. Enda sann-
ast, við hvað hefir verið bægjast,
“nema í móti guðs vilja væri” eins
og segir í Páls sögu Skálholts.
biskups, þegar hugsunarhátturinn
hefir stutt þetta, “sannfæringin,’’
“siðferðisvitundin,” og verkið unnið
í þágu “hinnar æðri siðmenning-
ar,” — að minnsta kosti að ætlun
og sögu hinna hlutskarpari þjóða, —
þjóðanna er bera byrði veraldarinn-
ar, er veita eru ljósi siðfágunar yfir
heiminn, er losa eru smáþjóðirnar
úr kyrstöðu fáfræðinnar og kenna
þeim rétt skyn á sköpurum sínum,
kenna þeim að líkjast sér, þó hins-
vegar sé þeim það ljóst, að ekki geti
þessir einfeldningar náð þangað
með tærnar þar sem þær hafa hæl-
ana.
Nú er svo statt fyrir oss íslend-
ingum, sem frændþjóðum vorum, aö
ítök eigum vér engin út um heim.
Þeir sem flytja af landi burt verða
að leita á náðir erlendra þjóða.
Þeim sem þannig flytja burt er það
því ekki einskis vert að fullur skiln-
ingur sé þar ráðandi meðal þjóða
þeirra, er þeir flytjast til, á þjóð
þeirra, ætt og uppruna. Það gerir
baráttuna auðveldari í ókunnu
landi. Og með því eru þeir líklegri
tii að halda virðingu sinni og ná