Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 41
ÍSLAND OG ALÞINGISHÁTlÐIN
?
fullu jafnrétti við aðra, og frelsi til
þess að beita kröftunum og njóta
sín, að þeir ekki liggi undir allskon-
ar hleypidóma ámælum eða heim-
skulegum skoðunum sem um þjóð-
ina eru spunnar, af stórþjóða þótt-
anum eða ólilutvendni öfundsjúkra
manna. Bn svo nauðsynlegt sem
þetta er einstökum mönnum er
burtu flytja, þá er þetta enn nauð-
synlegra fyrir þjóðina sjálfa að
menntaþjóðirnar, á meginlandi Evr-
ópu og í Ameríku, öðlist réttan
skilning á henni, högum hennar og
tilverurétti. Enginn óvinur er
þjóðunum skaðlegri nú á tímum en
tortryggnin — að tortryggja og vera
tortryggð.
Verði sú skoðun alrnenn út um
heim, er á hefir örlað í seinni tíð,
að íslenzka þjóðin eigi í landi sínu
yfir mikilsverðum og margháttuð-
um fríöendum að ráða, verður hún
eigi til lengdar látin ein og óátalin
um þau, fari hinu sama fram í heim.
inum og farið hefir hinn síðasta
mannsaldur, þyki hún ekki þess um
komin að varðveita þau og nota í
iðnaðarþarfir þjóðanna. Sú skoðun
hefir mjög rutt sér til rúms í seinni
tíð, meðal hinna stærri verzlunar-
þjóða að réttlætanlegt sé að taka
því líkar auðsuppsprettur til fram-
leiðslunota, af þeim er afl hafa til
þess og hagnýtt geta þær, þó með
valdnámi verði að taka. “Sann-
færingin’’ og siðferðisvitundin spyr
ekki að rétt’æti í þeim sökum, frem-
ur en í vopna viðskiftunum, þegar
um þarfir “hinnar æðri siðmenn-
ingar’’ er að ræða. Þá kemst held-
ur engin þjóð af án þess að leita
þurfi hún t'l nágranna þjóða sinna,
eða hinna annara, er í hvert skiftið
aflið hafa, eftir gagnskiftum á jarð-
ar og iðnaðar afurðum, eftir fjár-
lánum til ýmiskonar fyrirtækja, til
verzlunarreksturs og iðnaðar eða
annara þjóðlegra framkvæmda.
Enginn er sjálfum sér nógur, þjóð-
irnar eigi heldur. En hverjir vilja
lána þjóðum þeim, er þeir annað
tveggja hafa engin kynni af, eða
þá þau, er miður fara og byggðar
eru á kviksögum og telja þær ann-
aðhvort amlóða, - menningarlega, ó-
þroskaðar og á bernsku skeiði, eða
mjög í kyn við barnalegar frum-
þjóðir er fullkomnað hafa skeiðið
og engum framförum geta lengur
tekiö?
Festi það álit rætur, þá er líka
hætt við því, að ekki vekji sjálf-
stæðiskröfur þeirra, eða hlutleysis
yfirlýsingar, mikið bergmál út um
heiminn. Kynningin er nauðsynleg
en hún þarf að vera réttrar tegund-
ar.
Þegar um hleypidóma er að ræða,
er ervitt að útrýma þeim, nema með
ein'hverju því er tekið geti hugann
svo föstum tökum, að það leiði
hann inn á nýjar brautir, og veki
löngunina hjá mönnum eftir sann-
leikanum, eða þá forvitni fjöldans
er komi honum til að grenslast eftir
því sem honum er nýjung að meiri
en öfgarnar er hann áður liefir
haldið við. Hinu sama máli er að
gegna með það að fá menn til að
leita sér réttrar þekkingar á þjóð og
Jöndum, er þeir áður hafa skapað
sér skoðanir um, þó á engu séu
byggðar. Einhver atburður verður
að gerast í sögu þeirra þjóða, sem
svo rnikið kveður að og þeim tíðind-