Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 42
8
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
ura sætir að hvarvetna sé rómaður,
og það þyki kenna mentunar að
geta eitthvað um hann sagt aí
sennilegu viti. Strax sem sá at-
burður gerist er öllu tekið fegins
hendi er að einhverju leyti getur
þjóðarinnar. Þar er efni, sem þá
í svipinn, er vel rómað.
Slíkur atburður í sögu íslands er
Alþingishátíðin, einstæður í þjóð-
málsögu Norðurálfunnar . Hann
vekur þá eftirtekt á þjóðinni og
landinu, að öllu er sint og öllu er
veitt áheyrn sem um hvorttveggja
er ritað. Aldrei hefir gefist annað
eins tækifæri til að kynna íslenzka
þjóð, út á við, að leiða fram kosti
hennar, sýna verk hennar, er
áhrif hafa haft á mennta-
líf skyidra og nærliggjandi þjóða,
sem einmitt nú. Þetta er öllum
ijóst, og ekkert nauðsynjamál er oss
ísl. meira en að kynna þjóð-
vora einmitt á þenna hátt og að
koma inn sem réttustum skilningi
á henni hjá mentaþjóðum verald-
arinnar. Og þetta getur verið auð-
unnið verk ef rétt er að farið. Ekk-
ert ævintýri í veraldarsögunni,
kemst í námundu við sögu íslands,
að innileik, að innsýni og útsýni á
lífinu, né skýrir á sama hátt frá
hinum raunverulegu verkunum hins
ósýnilega orsaka og afleiðinga lög-
máls, er aldrei skeikar að leiða and-
ann til sigurs, í hinni dularfullu
örlagabaráttu, og vitið til vaxtar og
víðsýnis.
En einmitt af því, að öllu er veitt
áheyrn, er þjóðarinnar getur á ein-
hvern hátt, eru þessi tímamót einn-
ig stór hættuleg, og stendur hætt-
an í jöfnu lilutfalli við það,
hvor ummælin yfirgnæfa þau er
gefa öfugar hugmyndir um
þjóðina, hve hróskendar sem eru,
eða hin er veita réttan skiln-
ing á henni. Það er því ekki sama,
hverjir til þess ve’jast að lýsa henni
og kynna hana heiminum, þó vilj-
inn og tilgangurinn sé jafn góður
hjá báðum, hvort það eru þeir er
engin skilyrði hafa til þess, hvað
þekkingu viðkemur á högum henn-
ar, eða hinu verulega gildi rnenn-
ingarinnar, eða hinir er þetta hafa.
hvorttveggja.
Hörmulegast er það þó, ef til þess
veljast þeir, er eigi virðast bera
skyn á sjálft menningargildið; þá
verður lof og lýsing að ófeng og
athlægi. Betri er þá þekkingar-
skorturinn í einhverja aðra átt. En
þeir eru til, þótt étið liafi af skiln-
ingstrénu góðs og ills, er ekki virð-
ast hafa lært að gera eiginlleika
mun góðs og ills; ímynd hins full-
komna góða, er að ætlun þeirra
dáðlaus læpuskapur, andleysi og
eftirvæntingarleysi af lífinu.
Þegar þeirri mynd af þjóðinni er
brugðið á loft, er sýnir liana sitj-
andi lengst fram á nætur, dottandi
við fremur luralegan og smekkiít-
inn handiðnað, undir rímnasöng,
liækkar vegur liennar ekki í aug-
um nútímamannsins, er lært hefir
að meta verklegar framfarir og
röskan iðnað. Þegar við það bæt-
ast þær lýsingar, að þjóðin sé barns -
lega eibjiöld, lítt, við t.ízku þessa
tíma, föst við fornar venjur, lög-
hlýðin, auðsveip, ókunnug veröld-
inni, hlýtur lesandanum að koma
til hugar að all langa leið sé nú
Edens-sakleysinu þokað norður á