Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 44
10
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISPELAGS lSLENDINGA
10. Áhrif íslenzkra fornrita á
bókmenntastefnu og sagnfræði
vestrænna þjóða.
11. Áhrif íslenzkra fræða á þjóð-
málabyltingar 18. aldar.
12. Viðreisn íslands.
13. íslenzkar nútíöarbókmenntir.
14. íslendingar erlendis.
Sem við var að búast var ritgjörð-
um þessum ekki fljótt safnað. Eng-
inn verulegur skriður komst á verk-
ið fyr en síðastliðinn vetur, er full-
trúar Heimfararnefndarinnar, er þá
voru staddir í Reykjavík, báru þetta
mál upp við háskólaráð íslands, er
tók það aö sér að mestu leyti, og
skipaði í það nefnd til að safna og
hafa eftirlit með ritgjörðunum. Hafa
nú verið afgreiddar átta ritgjörðir
að heiman og eru þær allar birtar
hér í ritinu, og ein, er samin er héi'
vestra. Þarf enga grein fyrir rit-
gjörðum þessum að gera, er sjálf-
ar segja til sín um efni og innihald.
Tvær, eru samdar á Ensku; þeirra
prófessors Páls Eggerts Ólasonar og
dr. Sigfúsar Blöndals er birtast því
í þýðingum. Hver höfundur er lát-
inn halda sínum rithætti, þó ósam-
ræmi olli í ritinu, 'því þetta er ekki
á eina lund rétt, fremur en játning-
arnar á dögum Þrándar í Götu.
Sökum þess að enn vantar í rit-
gjörðasafnið var ákveðið að birta
þær sem komnar eru í Tímaritinu
að þessu sinni, í stað þess að gefa
þær út í sérstakri bók. En þýð-
endur hafa verið fengnir að þeim
er á íslenzku eru ritaðar og heldur
nefndin fast við þá ákvörðun sína
að koma þýðingunum út sem fyrst
í tímaritum hérlendum og síðar, er
ritsafnið er fullkomnað, í bók er
koma ætti út á þessu vori.
Má því h'ta svo á, sem að Tíma-
ritið sé hin íslenzka útgáfa þessar-
ar bókar, þó framan við vanti rit-
gjörðirnar um Víkingaöldina og
Landafundina, er fylgja hljóta
ensku útgáfunni. Þá vonast og
félagið til að lesendum þyki það
allmikill kostur Tímaritsins að
þessu sinni, að það er eingöngu
helgað þessu máli. En sú ákvörð-
un var gerð snemma að taka ekkert
upp í það, þetta ár, er eigi lyti að
sögu íslands og starfi þjóðarinnar á
liðnum tíma. Betra og ljósara yfir-
lit, en þessar ritgjörðir, yfir eigin-
leika og starf þjóðarinnar og hag
hennar fram að þessu ári mun eigi
vera að finna, að minnsta kosti
ekki hér í álfu. Ekki þarf að taka
það fram, að Þjóðræknisfélags-
stjórnin er þakklát hinum mætu
höfundum, er allir hafa ærið að
starfa, fyrir þetta verk þeirra, og
treystir því, að um það, að frá því
er gengið eins og upphaflega var
ætlast til, beri það þann árangur,
er þeir myndu helztan kjósa, er
leiði til nákvæmari kynningar en
áður á landi voru og þjóð, hér í
heimsálfu þessari.