Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 47
STJÖRNARSKIPUN OG LÖG
13
ungs í Noregi. Hin merkilega heim-
ild um landnám íslands, Land-
námabók, getur þess beinlínis um
marga landnámsmenn, að þeir hafi
farið til íslands “vegna ofríkis Har-
aids konungs.” Þó Landnámabók
sé eigi rituð fyr en nokkrum öldum
eptir landnámið, þá hefir minning-
iri um þessa ástæðu til þess að for-
feðurnir hurfu úr heimalandinu til
nýja landsins, enn lifað hjá afkom.
endurn þeirra. En fólksstraumur-
inn til íslands eykst fyi’ir alvöru,
einmitt urn það ieyti,, sem Haraldur
konungur vinnur lokasigurinn í
valdabaráttu sinni, í orustunni í
Hafursfirði, skömmu fyrir 890.
Fjöldi andstæðinga hans flýði þá
land, og rnargir þeirra hafa leitað
til íslands. Og nokkrum árum
seinna, fór Haraldur konungur her-
ferð til Vestureyja, iagði þær undir
sig og stökkti iþaðan flóttamönnun-
nm norsku, er þar höfðu leitað at-
hvarfs, og herjuðu þaðan á ríki hans
í Noregi. Pjöldi þeirra varð þá enn
að leita þaðan til íslands. Það voru
þannig pólitískar ástæður, er knúðu
landnámsmennina til íslands. Þeg-
av frá leið kyrrðist um í Noregi og
mannflutningarnir til íslands hættu.
Pólitísku ástæðurnar, er knúðu
landnemana til íslands, voru alveg
sérstaks eölis. Það er tíðast, að
það eru lágstéttir heimalandsins.
seni leita til landnáma í önnur
lönd. Þær leita þangað í von um
að finna þar betri lífskjör, en þær
áttu að venjast heima fyrir. ísland
aptur á móti byggðist af yfirstétt
Vestur-Noregs. Það voru höfð-
higjarnir, sem urðu að láta ríki sitt
fyrir Haraldi konungi, sem fiýðu úr
Noregi til íslands. Það voru ó-
ánægðir höfðingjar, en ekki ó-
ánægðir öreigar, er byggðu ísland.
Þeir fóru ekki til íslands til að leita
sér betri lífskjara, en þeir áður
höfðu átt að venjast, heldur til þess,
að geta lifað lífi sínu í nýja land-
inu, með sama hætti og í hinu forna,
en þess áttu þeir ekki kost heirna
fyrir, eptir sigur Haralds konungs.
Þeir komu til íslands til þess, að
varðveita þar þau lífsgæði, sem þeir
mátu mest. Af þessari ástæðu
mætti búast við því, að íhaldsöm
tryggð og rækt við fornar minningar
og fornar hugsjónir hefði sett svip
á líf þeirra í nýja landinu, lög
þeirra og stjórnarskipun. Þannig
er þessu líka varið að nokkru leyti.
Því er hin forna stjórnarskipun ís-
lendinga eitt hið ljósasta dæmi forn-
germanskrar stjórnarskipunar er
þekkist. Því eru lög þeirra þrung-
in germönskum réttarhugsunum.
Því var líf þeirra alt sannari mynd
af lífi Forngermana en annarsstað-
ar er til.
En þessarar íhaldssemi gætti
ekki eingöngu. Orð Hórasar:
coelum, non animum mutant, qui
trans mare currunt
rættust ekki á landr^emunum ís-
lensku. Þeir skiptu ekki aðeins
um himin heldur líka að nokkru
ieyti um hug, og svo munu flestir
landnemar hafa gjört, fyr og síðar.
Þegar menn slíta sig upp úr um-
hverfi því, sem þeir áður hafa lifað
í, og ætt þeirra hefir lifað í öldum
saman, þá fer ekki hjá því, að þeir
slitni um leið upp frá ýmsum þeim