Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 48
14
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
venjum og skoðunum, sem þeir og
forfeður þeirra höfðu lifað við þang-
að til, að þeir öðlist nýja sjón á líf-
inu og taki að leggja annað mat á
hlutina og gildi þeirra, en þeir áð
ur gjörðu. Þess vegna er það al-
gild regla, að nýlendur eru fram-
sæknari í löggjöf sinni en heima-
landið. Og íslendingar liinir fornu
voru engin undantekning frá þeirri
reglu, enda höfðu margir þeirra
verið árum saman í víking, áður en
þeir komu til íslands, farið víða og
séð margt, og orðið við það víð-
sýnni, en þeir hefðu verið, ef þeir
hefðu alið aldur sinn heima í ætt-
hyggð sinni í Noregi. Þess vegna
gætir ýmiskonar framsóknarvið-
leitni, í lögum þeirra og stjórnar-
skipun, jafnframt tryggðinni við
fornar hugsjónir. Og milli þessa
tvenns er engin andstæða þar. Það
helst hvorttveggja í hendur, því hið
nýja er hið gamla í nýrri mynd, hið
gamla gætt nýjum þroska—því
þroskast og ýms þau fræ, sem hin-
ar fornu germönsku réttarhugmynd-
ir báru í skauti sínu, fyrst á ís-
landi, fræ sem löngu síðar þrosk-
ast hjá öðrum skyldum þjóðum, og
hin forna löggjöf Islands er mikils-
verð og markverð fyrir þetta tvennt,
að hún sýnir oss bæði fornger-
manskar réttarhugsanir í frumlegri
mynd og eðlilegan vöxt þeirra.
Landnámsmennirnir í s 1 e n s k u
hafa vafalaust fljótt fundið til þess,
a.ð æskilegt væri fyrir þá, að koma
á fót einhverskonar sameiginlegu
stjórnvaldi hjá sér, og skömmu
eptir 920 hafa ýmsir bestu menn
landsins tekið sig saman um að
vinna að því máli. Þeim hefir ver-
iö það ljóst, að þeir yrðu að leita
erlendra fyrirmynda, um stjórnar-
skipun sína, og þá fyrst og fremst
fyrirmynda frá ættlandinu, Noregi.
Þangað senda þeir mann, til að und..
irbúa stofnun allsherjar ríkisins,
Llfljót, er hin fyrstu lög íslands
voru kend við, og öllum mönnum
fremur má heita faðir lýðveldisins
íslenska. Hann dvaldi nokkur ár
í Noregi, en kom svo aptur til ís-
lands, og árið 930 var hið fyrsta al
þingi háð og hefst þá saga lýðríkis-
ins íslenska.
Þegar íslendingar litu til Noregs,
um fyrirmyndir að stjórnskipun
sinni, þá virðist það vera augljóst,
að fyrir þeim hljóti að hafa vakað,
ekki það að stæla það stjórnarfyrir-
komulag, er þá ríkti í Noregi, held-
ur að gjöra stjórnarskipun sína sem
líkasta stjórnarskipun Noregs, eins
og hún var, áður en Haraldur kon-
ungur braut Noreg undir sig. Þeir
höfðu flutt úr Noregi til íslands af
tryggð við hið forna stjórnarskipu-
lag, og það hlýtur að hafa verið hið
æskilegasta í þeirra augum. Reynd-
in varð líka sú, að stjórnarskipun
íslands varð í höfuðdráttunum hin
sama og sú stjórnarskipun, sem
tíðkast hafði í Vestur-Noregi, fyrir
daga Haralds konungs hárfagra,
enda þó hún í ýmsum einstökum
atriðum jrrði með öðru sniði.
Þegar fyrst fara sögur af Noregi
greindist landið í fjölda mörg smá-
ríki, er hvert var öðru óháð. En
áður en ísland byggðist var þó far-
inn að myndast þar vísir til víðtæk
ara stjórnvalds. Á nokkrum stöðum
höfðu fleiri eða færri smáríki geng-