Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 49
STJÖRNARSKIPUN OG UÖG
15
ið í einskonar sambandsríki, þann-
ig að dómsvald og löggjafarvald var
í höndum sameiginlegrar stofnunar,
lögþingsins, er haldið var á lög-
ákveðnum tíma og lögákveðnum
stað. Hin einstöku ríki í samband-
inu höfðu aðeins þetta tvennt, dóms-
vald og löggjafarvald, sameiginlegt
Lögþingið var eina sameiginlega
stofnunin, er þau áttu. Að öðru
leyti voru þau óháð hvert öðru.
i»au höfðu þannig ekkert sameigin-
iegt framkvæmdarvald.
Eitt slíkt sambandsríki var í Vest-
vir-Noregi, einmitt í þeim lands-
hluta, er flestir landnámsmennirnir
voru kynjaðir úr. Eptir lögum þess
sambands, Gulaþingslögum, segja
heimildirnar, að Úlfljótur hafi snið
ið iög sín. Og það er ljóst, að ís-
íendingar hafa lagt stjórnarskipulag
Gulaþingslaga til grundvallar stjórn-
■arskipun sinni 930, og á þeim grund-
velli hvíldi stjórnarskipun þeirra
allan lýðveldistímann. Lýðveldið
íslenska var alla stund einskonar
sambandsríki. Til smáríkjanna
norsku svara höfðingjadæmin ís-
lensku, goðorðin. Þau eru liðirnir
í sambandsríkinu. Sameiginleg
stofnun þeirra er alþingi, eins og
lögþingið var í Noregi, og alþingi
hefir, eins og lögþingin norsku, að-
■eins löggjafarvald og dómsvald.
Allsherjarframkvæmdarvald er ekk-
ert til á íslandi, frekar en í sam-
Landsríkjunum norsku. Höfuð-
drættir stjórnarskipunarinnar ís-
lensku eru þannig hinir sömu og í
stjómarskipun sambandsríkjanna
norsku.
Stjórnvaldið greindist hjá öllum
forngermönskum þjóðum í tvo
þætti, annarsvegar almenningsvald,
sem aðallega lýsti sér í samkomum
allra frjálsra og vopnfærra manna
í þjóðflokknum, þingunum, og hins-
vegar höfðingjavaldið í þess ýmsu
myndum. Stjórnvald lýðveldisins
íslenska greinist einnig í þessa tvo
þætti og skal hér stuttlega minnst
á hvern þeirra um sig.
Uppruna höfðingjavaldsins á ís-
landi röktu sumir fræðimenn áður
til landnámanna, og gæti sú skýring
í fljótu bragði virst sennileg. Land-
námsmennirnir námu allflestir
meira land, en þeir sjálfir notuðu.
og sumir mjög víðlend svæði. Af
þessu landi gáfu þeir eða seldu öðr-
um, er þannig settust að í landnámi
annars manns, og sýnist þá í fljótu
bragði ósköp eðlilegt, að land-
námsmaðurinn hefði orðið yfirmað-
ur þessara manna, og afkomendur
lians yfirmenn afkomenda þeirra.
En þegar betur er að gætt, er Ijóst,
að þessi skýring fær eigi staðist.
Höfðingjadæmin íslensku voru ekki
bundin við staðleg takmörk, en það
mundu þau vafalaust hafa orðið, ef
þau hefðu verið runnin frá land-
námunum, því landnámsmennirnir
námu ávalt ákveðið landsvæði, er
lang optast alt var í samhengi.
Auk þess voru bæði sumar höfð-
ingjastéttirnar komnar af mönnum,
ei byggt höfðu í landnámi annara
manna, og eins er ekki hægt að
rekja höfðingjaættir frá nándar
nærri öllum landnámsmönnum.
Höfðingjadæmin urðu miklu færri
en landnámin. Vegna þess hafa
menn horfið frá því, að leita skýr.