Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 52
18
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
sögurnar sýna ótal dæmi hinnar
fornu trúar, að sérstök gipta fylgdi
göfugu kyni, og að menn trúðu því,
að frábærir liæfileikar lægju í þeim
eettum. Hve lengi eirndi eptir af
þessum hugsunarhætti sést meðal
annars á því, að svo seint sem 1143,
•er rituð skrá yfir íslenska presta,
og eru þar aðeins taldir þeir prest-
ar, sem voru “kynbornir’’ þ. e. af
göfugum ættum. Hinna er ekki
getið. Landnámabók sýnir það, að
toargir landnámsmanna voru af
göfugum ættum, konunga, jarla og
hersa-ættum norskum. Og þó að
hin skrifuðu lög eigi gjöri ættgöfgi
að skilyrði fyrir því að eiga goðorð,
verður það séð, að nálega allir
goðorðsmenn eru af þessum göfugu
settum komnir. Það virðist mjög
sennilegt, að hinir göfugu land-
iiámsmenn hafi komið til íslands
með þeim huga, að halda þar áfram
:samskonar völdum og þeir og for-
’feður þeirra höfðu haft í heimaland-
inu. Sumum þeirra tókst það,
öðrum ekki. Ástæðurnar til þess
að sumum tókst þetta og öðrum
ekki, gátu verið margar, til dæmis
iþað hvar land var numið, auðveld-
ara að fá völd í þéttbýli en í strjál-
bygð, hvort margt eða fátt af fylgd -
armönnum og ættingjum höfðingj-
ans kom til landsins, persónulegar
ástæður, dugnaður, vinsældir o. s.
frv. En öðrum en kynbornum
mönnum tókst sjaldnast að afla sér
valda. Það var jafn fjarstætt
ímgsunarhætti íslendinga, sem
trænda þeirra í öðrum löndum, að
lúta öðrum höfðingjum en þeim,
sem ættgóðir voru. Goðavaldið
aiun að þessu leyti hafa staðið á
forngermönskum rótum. Það mun
í rauninni liafa verið áframhald af
veldi forfeðra goðanna í Noregi.
Með því er eigi sagt að goðavaldið
íslenska hafi að efni til svarað að
öllu leyti til höföingjavaldsins
norska. Um það verður ekkert full-
yrt, þegar af þeirri ástæðu, að oss
er eigi nógu kunnugt um, hvernig
valdi hinna forn norsku höfðingja
liefir verið varið. En sé goöavald-
ið borið saman við höfðingjavald
hjá öðrum germönskum þjóðum,
eins og það lýsir sér á sögulegum
tímum, þá er Ijóst, að bilið milli
yfir- og undirmanna er minna á ís-
landi en annarsstaðar. Goðinn er
fiekar primus inter pares, en liöfð-
ingjarnir í öðrum löndum. Og lík-
legt er, að því valdi alveg sérstak-
lega íslenskar ástæður, meðal ann-
ars það, að á íslandi gætti hinna
göfugu ætta, meira tiltölulega en
annarsstaðar. Goðaæt t i r n a r
gnæfðu því eigi jafn mikið yfir aðr
ar ættir og liöfðingjaættirnar gjörðu
annarsstaðar.
í sambandinu milli landsstjórnara
og þegns gætir í forngermönskum
rétti trúnaðarskyldunnar meira en
hlýðnisskyldunnar. Hlýðnisskyldan
er einliliða, trúnaðarskyldan gagn-
kvæm. Hvor aöila um sig er því
aöeins trúnaðarskyldur að hinn sýni
trúnað á móti. Ef konungurinn
brýtur lög á þegnum sínum er þeim
heimilt að neita honum um trúnað,
veita honum mótspyrnu og svipta
hann völdum. Á þessari hugsun
byggist hinn f o r n germanski
viðnámsréttur “right of resist-
ance’’ þegnanna. Þetta var
þó eigi svo að skilja, að sam-