Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 54
20
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
hún löngu fyr, á 10. öld e. Kr., í
sömu áttina, í lýðræðisáttina, og því
varð stjórnarskipun íslands ólík því
sem annarsstaðar tíðkaðist um þær
mundir, og meira í ætt við lýðræði
nútímans.
Undirmenn goðanna voru nefndir
þingmenn hans. Þetta nafn gefur
að nokkru leyti til kynna hvernig
sambandi þeirra var varið. Þing-
menn goða merkir þá, sem fylgja
goðanum til þings. En til þings
fylgja menn liöfðingja sínum til
að styrkja hann, í þeim málum sem
hann á þar að gegna. Þingmenn-
irnir stóðu að baki goðans á hinum
fornu þingum, þegar hann vildi láta
til sín taka, um einhver mál. Fylgi
þeirra gaf orðum hans og tillögum
áherslu. En þingin voru miðdeplar
hins pólitíska lífs. Nafnið bendir
þannig til trúnaðar í pólitískum
efnum. Og sá trúnaður var gagn-
kvæmur. Goðinn styrkti líka þing-
menn sína, ef þeir þurftu þess með
á þingum. Og íslendingar hinir
fornu hugsuðu hugsunina um hinn
gagnkvæma trúnað lengra fram, og
drógu rökréttari afleiðingar af
henni, en nokkur önnur þjóð gjörði
á þeim tímum. Þeir létu samband
goða og þingmanns byggjast ein-
göngu á frjálsum samningi milli
þeirra. Allstaðar annarsstaðar var
höfðingjavald þá bundið við yfir-
ráð tiltekins landsvæðis. Goða-
valdið íslenska var í fyrstu engum
staðlegum takmörkum bundið. Goð-
inn gat átt þingmenn hvar á iandinu
sem var, nærri sér eða fjarri, og vel
gat verið að nánustu nágrannar
hans væru þingmenn annars goða,
er bjó einhversstaðar langt í burtu.
Síðar voru gjörðar lítilsháttar tak-
markanir á þessu. Landinu var
skipt í fjórðunga nálægt 965, og
eptir það mátti goði yfirleitt ekki
eiga þingmenn utan fjórðungs þess,
sem hann var búsettur í. En sú
takmörkun skipti þó eigi miklu
máli, því bæði áttu þingmennirnir
samt um 9 eða 12 goða að velja
innan fjórðungs síns, eptir því í
hverjum fjórðungi þeir voru, og auk
þess gat alþingi veitt undanþágu
frá þessu banni. Má og sjá af sög-
unum, að alt frá 12. öld tíðkaðist
það, að goðar ættu þingmenn utan
fjórðungs síns. Samband goðans.
og þingmannsins var þannig hreint
persónulegt samband. Hvor aðili
um sig gat sagt samningnum upp,
hvenær sem hann vildi, og þurfti
eigi að tilgreina neinar ástæður fyr-
ir uppsögninni. Ef þingmanni mis-
líkaði við goða sinn sagði liann upp
samningum við hann, og gjörðist
þingmaður einhvers annars goða.
Og ef goðanum hinsvegar geðjaðist
eigi að þingmanni sínum gat hann
einnig sagt upp samningnum, og
þingmaðurinn varð þá að leita til
einhvers annars goða, því öllum
heimilisfeðrum, og öllum landeig.
endum, þó eigi væru þeir húsráð
endur, var skylt að vera í þingi með
einhverjum gcöa.
Samband þingmanna og goða er
þannig nánast sniðið eptir trúnað-
arsambandi höfðingjans og fylgdai’-
liðs hans, frekar en eptir hinu al-
menna trúnaðarsambandi höfðingja
og þegna. En samband goða og
þingmanns er lausara en samband
konungs og liirðar. Þingmennim-
ir eru enginn lífvörður, er fylgi goð-