Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 57
STJÖRNARSKIPUN OG LÖG
23
valdið væri af sömu rótum runnið
sem konungsvaldið hjá öðrum ger-
mönskum þjóðum, þá varð það að
efni til ólíkt konungsvaldinu í mörg-
um greinum. Og nafnið varð ann-
að, eins og þegar er getið. Vér liöf-
um hér að framan hafnað hinni ríkj-
andi skoðun, er rekur uppruna
goðavaldsins til hofseignar og for-
stöðu blóta. Bn hví hlutu höfð.
ingjarnir íslensku þá þenna prest-
lega titil? Sennilegasta skýring
in á því er sú, er Þjóðverjinn Fried-
ricli Boden hefir komið fram með:
Höfundar stjórnarskipunarinnar 930
voru uggandi um það, hvort hið
unga höfðingjavald mundi geta fest
rætur í landinu. Til þess að tryggja
það, liugkvæmdist þeirn að tengja
•það sem nánast við helgistörf og
iguðadýrkun. Því gáfu þeir höfð-
ingjunum þetta nafn, og því skyldi
eitt höfuðhof fylgja goðorði hverju
og goðinn vera forstöðumaður þess
og blótanna, er þar fóru fram. En
reynslan sýndi, að höfðingjavaldið
þurfti eigi þessarar stoðar með.
Það stóð föstum fótum í hinum
forngermanska jarðvegi. Því varð
þetta atriði aldrei annað en auka-
atriði, og því gátu goðarnir varpað
frá sér hinum heiðnu helgistörfum,
er kristnin kom og haldið völdum
sínum óskertum þrátt fyrir það.
Þingin voru í fyrstu þungamiðj-
an í stjórnarskipun Forngermana.
Konungsdæmið var fremur tign en
vald. Valdið var hjá þjóðinni
sjálfri, hjá samkomum allra frjálsra
og vopnfærra manna liennar. Fram
til þess tíma að íslenska ríkið var
stofnsett og lengur, héldu þingin
á Norðurlöndum þessu valdi sínu
að miklu leyti, og héldu áfram að
vera rödd almenningsviljans, er hélt
fram sínum rétti gegn konungun-
um, einnig eptir að konungsvaldið
tók að þróast. Frásögn Snorra um
ræðu Þórgnýs lögmanns af Tíunda-
landi á Uppsalaþingi, er hann kúg-
aði Ólaf Eiríksson Svíakonung til
að láta að vilja þjóðarinnar og sætt-
ast við Ólaf ITaraldsson Noregs*
konung, og hótaði honum uppreist
ella, en bændamúgurinn stóð um«
hverfis hann og gaf orðum hans
herslu með því að gera “vápnabrak
ok gný mikinn” er klassisk lýsing á
islíkri samkomu. Þingin íslensku
urðu með nokkrum öðrum blæ. Þar
sem höföingjavaldið var demokrat-
iskara á íslandi en annarsstaðar á
Norðurlöndum, þá má segja að hið
gagnstæða hafi átt sér stað um
þingin. Höföingjanna gætir þar
meira. Það má segja að nálega alt
stjórnvald þinganna hafi verið í
þeirra höndum. Um ástæðurnar til
þess, að þessi varð raunin á um
þingin, má leiða ýmsum getum. Her-
skyldan var að fornu lielsta þjóð-
félagsskyldan. í fornlögum þjóð-
verja er orðið exercitus látið tákna
þjóðina. Og þingin voru hersam-
komur, samkomur þjóðarinnar und
ir vopnum. Hnattstaða íslands*
úti í reginhafi, langt frá öðrum
löndum, gjörði það að verkurn, að
íslendingar þurftu eigi að óttast ó-
frið eða árásir frá öðrum þjóðum.
Þess vegna gætir herskyldunnar
miklu minna á íslandi, en hennat'
gætir á sömu tímum hjá öðrum nor-
rænum þjóðum. Þingin íslensku
urðu því ekki hersamkomur, enda