Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 60
26
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
þess. Þessi tvö aðalhlutverk þings-
ins voru hvert um sig faiin sínum
stofnunum, dómsvaldið dómstólun-
um, löggjafarvaldið löggjafarstofn-
uninni, sem nefnd var lögrétta.
í fyrstu mun aðeins hafa verið
einn dónrstóll á alþingi, og má ætla
að goðarnir hafi nefnt sinn mann-
inn hver í þann dóm. Sumir ætla
og að löggjafarvald og dómsvald
hafi eigi verið aðgreint í fyrstu
heldur hafi lögréttan haft hvort-
tveggja með höndum, að goðarnir
36 þá átt sæti í henni, einir. Sú
skoðun er þó eigi sennileg. Hítt
er líklegra, aö sérstakur dómstóll
hafi verið á alþingi frá upphafi. Til
þess dómstóls hafa þá legið bæði
mál, er skotið var þangað frá vor-
þingunum, og mál milli rnanna, er
eigi tilheyrðu sama vorþingi. En
eptir að landinu hafði verið skipt í
fjórðunga varð breyting á dóma-
skipuninni á alþingi. Dómstólarnir
urðu þá fjórir, einn fyrir hvern
fjórðung. Voru þeir yfirdómarar
yfir vor- og fjórðungsþingum, og
dæmdu mál milli aðila, er eigi voru
úr sama fjórðungi. Ept'ir að hætt.
var að halda fjórðungsþingin hafa
dómstólar þessir tekið við dóms-
valdi þeirra. Síðar, um 1004, var
settur á stofn fimmti dómstóllinn,
sem bæði var yfirdómur yfir fjórð-
ungsdómunum og urn leið dómstóll
á prima instantia í sumum málum.
Goðarnir nefndu dómendur í alla
þessa dómstóla, en sátu eigi sjálfir í
þeim, og höfðu því eigi dómsvald
með höndum frekar en á vorþing
unum.
í lögréttunni sýnast í fyrstu goð-
arnir 36 hafa átt sæti einir. Þeg-
ar 3 goðorðum var bætt við, um
965, hlutu hinir nýju goðar einnig
sæti í lögréttu. Við það varð tala
lögréttumanna úr hverjum fjórð-
ungi misjöfn, þar sem þeir urðu tólf
úr Norðlendingafjórðungi, en aðeins
níu úr hverjum liinna fjórðunganna.
Úr þessu var bætt þannig að aukið
var 3 mönnum úr hverjum fjórð-
ungi hinna þriggja í lögréttu. Þessa
aukamenn virðast goðarnir úr fjórð -
ungunum hafa kosið. Eptir þessa
breytingu áttu því 48 manns sæti í
lögréttu. En eptir því sem skipun
lögréttu er lýst í hinurn skrifuðu
lögum, áttu enn fleiri menn þar
sæti, en óvíst er hvenær þeim liefir
verið bætt við. Lýsa lögin lögréttu
svo, að þar skyldu vera 3 pallar
eða bekkir, hver utan um annan.
Á miðpallinum skyldu þeir 48 menn,
er nefndir voru, (goðarnir 39 og
aukamennirnir 9) eiga sæti. Á
hinum bekkjunum áttu jafn marg-
ir menn sæti, 48 á hvorum, og valdi
hver miðpallsmaður 2 þeirra. Sat
annar fyrir framan og hinn fyrir
aptan þann er valið hafði þá. Þess-
ir rnenn áttu að vera ráðunautar
miðpallsmannsins er valdi þá, hann
gat leitað hjá þeim ráða um úrlausn
rnála þeirra, er borin voru upp í
lögréttu. Hefir þetta fyrirkomulag
verið tekið upp til að tryggja sem
vandaðasta meðferð mála í lögrétt-
unni og bæta úr því ef goðann á
miðpallinum brast þeltkingu eða
reynslu. Auk þess áttu sæti í lög-
réttu, á miðpalli lögsögumaður
(sjá síðar), ef hann þá ekki átti þar
sæti sem goði, og báðir biskupar
landsins. Gátu þannig alls verið
147 menn í lögréttunni.