Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 61
STJÖRNARSKIPUN OG LÖG
27
Lögréttunni voru aðallega ætluð
þrjú hlutverk, að setja ný lög, að
gefa úrskurði, ef menn greindi á
um það hvað væru lög, og loks að
veita ýms leyfi og undanþágur frá
lögum. Þó merkilegt sé, er aðferð-
inni við setningu nýrra laga hvergi
lýst, en lögin hafa ítarleg fyrirmæli
um aðferðina við úrskurð lögmáls-
þrætu og veitingu leyfa.
Ef menn gi’eindi á um hvað væri
lög, gátu menn snúið sér til lög-
réttu og krafist úrskurðar hennar
um ágreininginn. Þegar úrskurða
skyldi slíkan ágreining, áttilögrétt-
an að vera fullskipuð. Ef einhver
þeirra, er þar áttu sæti, kom ekki,
átti lögsögumaður að skipa mann í
hans stað. Eptir að umræður höfðu
farið fram um málið var skorið úr
því með atkvæðagreiðslu og réði
þá afl atkvæöa, en miðpallsmenn
einir áttu atkvæðisrétt. Þessi úr-
skuröur gilti svo framvegis sem
lög.
Lögréttunni var í mörgum til-
fellum heimilt að veita mönnun
leyfi og undanþágur frá lögum, til
dæmis að gefa upp ídæmda refsingu
og veita leyfi til hjúskapar í for-
boðnurn liðum. Er þar eptirtekta-
vert hversu miklu meiri þroska
þetta réttaratriði náði í lögum lýð-
veldisins íslenska, en það þá hafði
náð hjá öðrum norrænum þjóð-
um, og sýnir að íslendingum var
það ljóst, að meðalhófseðli lag-
anna útheimtir heimild til að víkja
frá strangleika þeirra, þegar sér-
stakar málsbætur eru fyrir hendi.
Þetta vald, sem annarsstaðar varð
forrétti konungs, var í hönd-
um lögréttunnar. En aðferðin við
veitingu leyfanna var önnur en við
úrskurð á lögmálsþrætum, greiðari
að sumu leyti og ógreiðari að öðru
leyti. Lögréttan þurfti eigi að
vera fullskipuð. Nóg var ef ein-
hverjir 48 lögréttumenn sátu á mið-
pallinum. Hinsvegar réði ekki afl
atkvæða úrslitunum. Allir, sem í
lögréttu voru, urðu að vera á einu
máli um veitingu leyfisins. En þó
svo væri, þá gat samt hver sem vildi,
utan lögréttunnar, lagt bann við
því að leyfið væri veitt, og með því
hindrað það. Leyfi þessi skertu
opt einkaréttindi annara manna og
hefir með þessu síðastnefnda á
kvæði átt að koma í veg fyrir, að
slíkt leyfi yrði veitt fyr en leyfis-
beiðandinn liafði komist að sam-
komulagi við þá menn, er leyfið
snerti hagsmunalega.
Sumir fræðimenn hafa talið, að
við setningu nýrra laga hafi aðferð-
in verið hin sama og var höfð, er
leyfi voru veitt. Sú skoðun er
ekki sennileg. Það er hvort-
tveggja ólíklegt, að svo lítið hefði
verið vandað til lagasetningarinn-
ar, að látið hefði verið nægja að
aðeins 48 menn væru í lögréttu, og
eins mundi það hafa gjört lagasetn-
ingu nær því óframkvæmanlega, ef
jafnan lieföi þurft einróma sam-
þykkt, og þá eigi síður hitt, ef hver
sem vildi hefði getað hindrað ný lög
með því að lýsa banni gegn setn.
ingu þeirra. Hitt er miklu senni-
legra, að lög hafi verið samþykltt
með sama hætti og skorið var úr
lögmálsþrætum, enda er þetta
tvennt í ætt hvort við annað.
Þetta skipulag alþingis sýnir, að
mönnum hefir verið það ljóst, að