Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 62
28
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
löggjöf og dómsmál væru ólíks eðlis.
Að sérstakri stofnun var falin laga-
setningin, og að svo vel var til
þeirrar stofnunar vandað, virðist og
benda til þess, að allmikið hafi
kveðið að lagasetningu á alþingi,
og miklu meira en kvað að henni á
lögþingunum annarsstaðar á Norð-
urlöndum. Afleiðingin af því er
sú, að minna hefir borið á réttar-
venjunni á íslandi en alment var
annarsstaðar um þær mundir, og
meira á settum lögum. Virðast
lög lýöveldisins, þau er nú eru kunn,
einnig benda til þessa.
Af því, sem hér hefir verið sagt,
ei það Ijóst, að valdið á alþingi hef-
ir aðallega verið í höndum goð-
anna, þeir nefndu út dómendurna
í dómstólunum. Þeir sátu í lög-
réttu og áttu þar atkvæðisrétt og
útnefndu þá menn aðra, er þar sátu.
Við þingstörfin sjálf gætir almenn-
ings lítið. Þannig sjást þess eng-
in merki, að tíðkast hafi á alþingi
hinn forngermanski siður, að allur
þingheimur staðfesti dóma og aðra
úrskurði þingsins með vopnataki,
þ e. með því að slá sverðum sínum
á skjöldu. Allt um það hefir al-
menningsviljinn getað látið heyra
til sín á alþingi. Á þingstaðnum
var staður, sem nefndur var Lög-
berg. Það var einskonar almenn
ur samkomustaður og í rauninni
miðdepill þingsins. Þar áttu að
fara fram ýmsar opinberar lýsing-
ar og það var siður, að rnenn, sem
höfðu einhver áhugamál, er þeir
báru fyrir brjósti, héldu ræður um
þau að Lögbergi. Undirtektirnar,
sem þau málefni fengu þar hjá þing-
heimi, hafa sjálfsagt opt ráðið miklu
um úrslit þeirra síðar í lögréttu.
Af þessu yfirliti yfir stjórnarskip-
un íslands sést að einn af þeim
þremur þáttum, er menn greina
stjórnarvaldið í nú á tímum, vantar
í hana, þ. e. framkvæmdarvaldið.
Þar var ekkert það vald til, er tæki
til alls landsins, er gæti séð um að
dómum þeim, er alþingi dæmdi,
væri fullnægt og lögum þeim, er það
setti, væri lilýtt. Yfirleitt varð hver
einstaklingur að gæta sjálfur réttar
síns, höfða mál ef hann var beittur
ólögum, og sjá um fullnægingu
dómsins yfir hinum seka. Um þetta
hvorttveggja naut aðillinn að vísu
að jafnaði styrks hjá goða sínum.
En ekkert almennt framkvæmdar-
vald var til, er beitti sér gegn lög-
brotum, er ekki meiddu hagsmuni
neins einstaklings. Þetta var vit-
anlega veila í stjórnarskipuninni.
Úr henni var að nokkru leyti reynt
að bæta með því að leyfa actio popu-
laris í fjöldamörgum málum, þ. e.
leyfa liverjum sem vildi að sækja
mál út af ýmsum lögbrotum, eins
þó að eiginhagsmunir þeirra væru
eigi skertir með brotinu. Er eptir-
tektarvert hve mikils þessa réttar
atriðis gætir í íslenskum rétti, þó
það annars væri algjörlega óþekkt á
Norðurlöndum og nálega óþekkt hjá
.germönskum þjóðum sunnar í álf-
unni. Það er vöntunin á allsherjar-
framkvæmdarvaldi, sem hefir bent
íslendingum á að taka upp þessa til-
högun á ákæruvaldinu, því um á-
hrif frá rómverskum rétti getur
ekki verið að ræða.
En þrátt fyrir þessa veilu verður
ekki annað sagt en að stjórnarskip-