Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 63
STJÖRNARSKIPUN OG LÖG
29
un lýðveldisins íslenska hafi reynst
vel. Hún stóð í 330 ár, og á þeim
langa tíma urðu engar skyndilegar
byltingar á stjórnarhögum lands-
ins. í skjóli hennar þreifst há and-
leg menning og sæmileg efnaleg
menning. íslendingar hinir fornu
hefðu getað bent öðrum þjóð-
um, er við aðra stjórnartilhögun
bjuggu, með ekki ástæðulausu
stolti, á tvö mál, er þeir leiddu til
lykta friðsamlega með einfaldri
lagasetningu, mál sem víðast hvar
annarsstaðar kostuðu blóðsúthell-
ingar og langvarandi deilur. Árið
1000 samþykkti alþingi þau lög, að
allir menn í landinu skyldu vera
kristnir og taka skírn. Heiðni flokk-
urinn, sem þá var enn mjög fjöl-
mennur, beygði sig möglunarlaust
undir þessa samþykkt. Árið 1096
var tíund lögð á allar eignir í land-
inu með lögum, er samþykkt voru
friðsamlega á alþingi, og verður eigi
annað séð, en að landsmenn hafi
tekið þeirri gjaldskyldu umtölu-
laust.
Það kann að þykja nokkuð vafa-
samt, hvort rétt sé að nefna þjóð-
félag með því skipulagi er var á
þjóðfélagi íslendinga að fornu, ríki,
og hvort rétt sé að nefna það lýð-
veldi. Per það að sjálfsögðu eptir
því hverja merkingu menn vilja
loggja í þessi orð. Þjóðfélag án alls-
herjarframkvæmdarvalds er ekki
ríki í nútíðarmerkingu þess orðs.
Sambandsríkið íslenska mundi því
ekki vera talið ríki nú á tímum.
Hin einstöku goðorð, er hvorki áttu
löggjafar—né dómsvald fyrir sig og
eigi voru bundin við tiltekið lands-
svæði, mundu eigi heldur vera talin
það. Sarnt sem áður er fyllilega
réttmætt að telja sambandsríkið
hafa verið ríki, þegar miðað er við
þær hugmyndir er menn gjörðu sér
um ríki á þeirn tímum, og sem voru
frumstæðari en nútíma hug-
myndir manna um það efni. Og
skipulag allsherjarríkisins, hin
mörgu goðorð er öll voru jafn rétt
há, og ekkert yfirvald áttu yfir sér,
er lýðveldisskipulag, enda þó það sé
aristokratiskt lýðveldi.
Pyrstu lög íslenska lýðveldisins.
voru lögin er Úlfljótur samdi og
samþykkt voru á alþingi 930. Lög-
þessi þekkja menn ekki nú. Þau
voru aldrei færð í letur. Ritlist var
ekki kunn á Íslandi um þær mundir.
Þau urðu því að geymast eingöngu
í minni manna, og strax 930 voru
gjörðar ráðstafanir til að tryggja
það, að þau geymdust. Var sérstök-
um embættismanni falið það starf,
eina embættismanni. lýðveldisins.
Hann var nefndur lögsögumaður, og
var kosinn af lögréttu til þriggja ára
í senn. Staða þessi var hin mesta
virðingarstaöa og liélst hún allan
lýðveldistímann. Eru oss enn kunn
nöfn allra lögsögumannanna og
liversu lengi hver þeirra gegndi em-
bættinu. Lögsögumaðurinn átti að
varðveita lögin frá gleymsku. Hann
átti að segja lögin upp í heyranda
hljóði á alþingi og haga lögsögunni
svo að hann lyki því af á þremur
árum að segja lögin upp öll. Lög-
sagan fór fram undir eptirliti lög-
réttu, og það virðist eigi geta verið
neinn vafi á því, að lögsögumaður-
inn hefir aðallega átt að segja upp